ÍBV náði jafntefli manni færri á móti Val

Umfjöllun:

18.Maí'10 | 04:09
Valur tók á móti ÍBV á Vodafonevellinum í kvöld í leik í annarri umferð Pepsídeildar karla í knattspyrnu. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í Vestmannaeyjum í kvöld en sökum gossins í Eyjafjallajökli skiptu Valsmenn við ÍBV um leikjadagsetningu.
 
Leikurinn byrjaði ágætlega og var prýðileg skemmtun framan af. Valsmenn voru ívið sterkari í byrjun seinni hálfleiks og áttu nokkur hálffæri og pressuðu stíft framan á völlinn á meðan eyjamenn lágu aftarlega.
 
 
Síðan á 21.mínútu færðist fjör í leikinn. Arnar Sveinn Geirsson geystist upp kantinn og sendi flotta sendingu fyrir mark eyjamanna. Albert markmaður ÍBV var kominn langt út úr markinu þegar boltinn barst til Danni König sem tók skot sem fór í hendi Yngvars Borgþórssonar. Magnús Þórisson ágætur dómari leiksins var ekki í nokkrum vafa og dæmdi víti og gaf Yngvari rauða spjaldið. Vítaspyrnan réttlátur dómur en eyjamenn voru ekki sáttir við rauða spjaldið.
 
Haukur Páll Sigurðsson tók vítaspyrnuna en skotið var slakt og Albert átti ekki í nokkrum vandræðum með að verja skotið. Í kjölfarið átti Baldur Ingimar Aðalsteinsson skot sem Albert varði einnig. En á 24.mínútu fengu Valsmenn hornspyrnu og boltinn barst til Atla Svein Þórarinssonar fyrirliða Vals sem skoraði eftir barning í vítateig ÍBV.
 
Leikurinn varð nokkuð harður eftir þetta og mikið um tæklingar og Magnús tók til þess ráðs að biðja menn um að róa sig niður.
 
Á 42.mínútu gerðu varnarmenn Vals og Kjartan markmaður sig seka um skelfileg varnarmistök. Martin Pedersen ætlaði að senda boltann til baka á Kjartan en komst inn í sendinguna og hafði betur í baráttunni við Reynir Leósson og hljóp með boltann í átt að marki Vals, þar sem Kjartan stóð sem steinn í markinu í stað þess að koma út á móti Denis sem átti ekki í vandræðum með að leika á Kjartan og koma boltanum í markið og jafnaði þar með leikinn fyrir ÍBV. Denis fór síðan meiddur af velli á sama tíma og leikmenn ÍBV fögnuðu markinu.
 
Seinni hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska. Það var ekki að sjá að Valsmenn væru manni fleirri eða ÍBV væru manni færri, því að liðin voru bara nokkuð jöfn á vellinum og engir yfirburðir. Bæði lið áttu ágætis hálffæri.
 
Ian Jeffs átti fínan skalla sem Albert varði vel. Síðan átti Tonny Mawejje karatespark í boltann sem fór rétt framhjá stöng Valsmanna.
 
Það var ekki fyrr en undir lok leiksins sem einhvað líf færðist í leikinn að nýju en ekki urðu mörkin fleiri. Valsmenn geta ekki verið sáttir með sína spilamennsku í dag. Þeir voru manni fleiri stærstan hluta leiksins en náðu ekki að nýta sér það. Eyjamenn aftur á móti geta bara verið frekar sáttir, vinnusemi leikmanna og það að létu það ekki hafa áhrif á spilamennskuna að vera manni færri.
 
En allt í allt var leikurinn frekar daufur fyrir utan fyrstu 30.mínúturnar.
 
Spjöld: Yngvi M Borgþórsson ÍBV (rautt)
Atli Sveinn Geirsson Valur (gult), Baldur Ingimar Aðalsteinsson Valur (gult), Eiður Aron Sveinsson ÍBV (gult), Martin Meldgaard Pedersen Valur (gult), Eyþór Helgi Birgisson ÍBV (gult), Haukur Páll Sigurðsson Valur (gult)
 
Lið Vals: Kjartan Sturluson, Stefán Jóhann Eggertsson, Martin Melgaard Pedersen, Reynir Leósson, Atli Sveinn Þórarinsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Rúnar Már S Sigurjónsson, Ian David Jeffs, Haukur Páll Sigurðsson, Danni Casero König
Varamenn: Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Jón Vilhelm Ákason, Viktor Unnar Illugason, Ásgeir Þór Magnússon, Þórir Guðjónsson, Greg Ross
 
Lið ÍBV: Albert Sævarsson, James Hurts, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson
Varamenn: Anton Bjarnason, Kjartan Guðjónsson, Eyþór Helgi Birgisson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Gauti Þorvarðarsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Elías Fannar Stefánsson.
 
Dómari: Magnús Þórisson (ágætur)
Áhorfendur: 1038
 
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.