Eyjamenn flýja með liðið sitt frá Eyjum vegna öskufallsins

16.Maí'10 | 09:59

ÍBV Heimir Hallgrímsson

Eyjamenn þurfa að flýja Vestmannaeyjar með Pepsi-deildarliðið sitt vegna þess að öskufallið frá Eyjafjallajökli kemur í veg fyrir að liðið geti æft. Knattspyrnuráð ÍBV biðlað til atvinnurekenda í bænum um að leikmenn liðsins fái að fara til Reykjavíkur og æfa þar alla næstu viku.
Eyjamenn hafa fengið leyfi til að æfa hjá Þrótti og Víði í Garði og þá hafa Grindvíkingar boðist til að taka á móti liðinu í næstu viku. Eyjamenn munu líklega fara í einskonar æfingabúðir til Grindavíkur í næstu viku.
 
Næstu þrír leikir Eyjaliðsins eru allir á útivelli eftir að leikur ÍBV og Vals sem átti að fara fram í dag var færður yfir á Vodafone-völlinn á mánudag. Eyjamenn útskýrðu stöðu sína í fréttatilkynningu í kvöld.
 
Fréttatilkynningin frá ÍBV:
 
Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur áhrif á keppnistímabil ÍBV eins og annarra íbúa í kringum gosstöðvarnar. Vegna öskufallsins undanfarið í Vestmannaeyjabæ, hefur knattspyrnuráð ÍBV farið þess á leit við atvinnurekendur í bænum að leikmenn liðsins fái að fara til Reykjavíkur og æfa þar alla næstu viku, þar sem ekki er útlit fyrir að hægt verði að æfa utandyra í Eyjum næstu daga. Þetta þýðir að leikmenn liðsins munu missa úr vinnu til næsta þriðjudags.
 
Næstu þrír leikir liðsins eru á Höfuðborgarsvæðinu eða mánudag, fimmtudag og aftur annan mánudag. Atvinnurekendur í Eyjum hafa allir sýnt þessu mikinn skilning og orðið við beiðni ÍBV. Vill knattspyrnuráð ÍBV koma miklum þökkum til þessara aðila fyrir góðan skilning og gott samráð. Það er ekki sjálfgefið að slíkur samhugur sé sýndur meðal fyrirtækja vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem eru komnar upp.
 
Sú ákvörðun að skipta á heimaleikjum við Val var tekinn í góðu samráði við mótanefnd KSÍ og Val. Líklegt er að liðið muni dvelja í Grindavík eftir leikinn á mánudag í eins konar æfingabúðum, stjórn ÍBV vill þakka Grindvíkingum fyrir að taka á móti liðinu. Einnig hafa Þróttarar og Víðismenn boðist til að lána okkur vellina sína til æfinga, þessum liðum vill knattspyrnuráð ÍBV einnig koma þökkum til.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.