"Eyjamaður" býður Hreiðari Má þjónustu sína

14.Maí'10 | 12:15

Stefano

Ítalski lögmaðurinn Giovanni di Stefano hefur boðist til að verja Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í yfirvofandi réttarhöldum yfir honum hér á landi. Lögmaðurinn er vanur að verja skjólstæðinga í erfiðri stöðu, því hann varði meðal annars Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra Íraks. Hann var einnig viðskiptafélagi serbneska herforingjans Željko Ražnatović.
Þessi sérstaki lögfræðingur Gioavanni di Stefano komst í fréttirnar á Íslandi fyrir nokkrum mánuðum þegar hann sagðist vera lögfræðingur Saddams Husein og varði m.a. Íslending í Bretlandi sem reyndi að kúga fé út úr Bresku konungsfjölskyldunni.
 
Þessi magnaði lögfræðingur sagði þá í viðtali við Stöð 2 að hann hafi búið í Vestmannaeyjum og væri í viðskiptum við Glitni banka og með Íslenska kennitölu.
Nú hefur þessi "eyjamaður" boðist til að verja bankamanninn Hreiðar Má í þeim málum sem að hann stendur í þessa daganna.
 
Eldri frétt um Di Stefano má lesa hér

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.