ÍBV spilar sinn fyrsta heimaleik á morgun

Mætum á völlinn á morgun og styðjum liðið til sigurs

13.Maí'10 | 22:34
ÍBV tekur á móti Val á Hásteinsvelli á morgun kl 16.00. Síðsta sumar endaði leikur ÍBV og Vals með jafntefli 1-1 á Hásteinsvelli. Þá var það Ajay Leitch-Smith sem skoraði mark ÍBV en það er ekkert útlit fyrir endurkomu hans í lið ÍBV í sumar, en hann ásamt Christopher Clements voru í láni frá Crewe og spiluðu vel á síðsta tímabili. ÍBV hefur þó fengið við sig liðstyrk frá Portsmouth, leikmaðurinn James Hurst er kominn til Vestmannaeyja og verður eflaust í liðinu á morgun.
 
 
 
ÍBV liðið átti ekki sinn besta leik á móti Fram á Laugardagsvelli á þriðjudagskvöld, en liðið er þunn skipað og meiðsli og bönn hafa áhrif á liðið. Ásgeir Aron spilar sinn fyrsta leik með ÍBV á laugardaginn en hann var í leik banni á þriðjudaginn, ásamt því að J.Hurst mun verða með liðinu á morgun.
Við hvetjum fólk að mæta á völlinn á morgun og láta vel í sér heyra.
 
Miðaverð á leikina í sumar er 1200 kr.
 
Við minnum á síðuna www.eyjamenn.is
 
Áfram ÍBV.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.