Umfjöllun: Góð byrjun Fram skóp sigurinn gegn ÍBV

11.Maí'10 | 23:07

Atli Heimis ÍBV Fótbolti

Fram og ÍBV áttust við í 1. Umferð Pepsi deildar karla á Laugardalsvellinum í kvöld.
Það voru heimamenn sem fóru með sigur af hólmi þar sem Tómas Leifsson og Ívar Björnsson skoruðu mörk liðsins.
Leikurinn var ekki gamall þegar fyrsta markið kom. Tómas Leifsson brunaði upp kantinn og ætlaði að gefa fyrir markið en boltinn fór að markinu og fór yfir Albert Sævarsson og í markið. Slysalegt hjá Alberti.
 
 
 
Leikurinn var jafn eftir þetta en Denis Sytnik framherji ÍBV fram sprækur í framlínu liðsins. Hann braut þó illa af sér þegar hann tæklaði Kristján Hauksson og fékk að launum gult spjald.
 
Tryggvi Guðmundsson fékk gott skotfæri um miðbik fyrri hálfleik en brást bogalestin. Stuttu síðar var Hjálmar Þórarinsson í góðu færi en kom ekki skoti að marki.
 
Eftir fjórar mínútur í síðari hálfleik var Denis Sytnik nálægt því að jafna. Eiður Aron átti þá góða fyrirgjöf frá hægri og Sytnik mætti á nær en náði ekki að koma boltanum í netið.
 
Það var á 56. Mínútu sem Framarar skoruðu annað mark sitt í leiknum og þar var að verki Ívar Björnsson. Ívar fékk sendingu frá Jóni Gunnari og óð að marki Eyjamanna og skaut með tánni og í hornið, vel gert hjá Ívarí.
 
Á 75. mínútu átti Eyþór Helgi Birgisson gott skot að marki Fram utan að velli en Hannes Halldórsson varði vel.
 
Hvorugt liðið skoraði eftir þetta og 2-0 sigur Fram því staðreynd.
 
Leikurinn var fremur jafn en sendingarnar hjá Eyjamönnum voru oft slakar í leiknum. Tómas Leifsson var sprækur hjá Frömurum en Denis Sytnik framherji Eyjamanna átti einnig góðan leik.
 
Fram: Hannes Þór Halldórsson (M), Daði Guðmundsson, Kristján Hauksson (F), Jón Guðni Fjóluson, Sam Tillen, Jón Gunnar Eysteinsson, Halldór Hermann Jónsson, Almar Ormarsson, Tómas Leifsson, Hjálmar Þórarinsson, Ívar Björnsson.
 
ÍBV: Albert Sævarsson (M), Þórarinn Ingi Valdimarsson, Yngvi Borgþórsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Matt Garner, Andri Ólafsson (F), Tony Mawejje, Finnur Ólafsson, Dennis Sytnik, Eyþór Helgi Birgisson, Tryggvi Guðmundsson.
 
Maður leiksins: Tómas Leifsson (Fram)
Dómari: Jóhannes Valgeirsson
Aðstæður: Völlurinn ágætur en mjög blautur sökum rigningar.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.