Sólpallur tekinn ófrjálsri hendi og eldur í heimahúsi í dagbók lögreglu.

Lögreglan mun á næstu dögum sekta bifreiðar á neldgum hjólbörðum

10.Maí'10 | 16:02
Nokkur erill var hjá lögreglu í vikunni sem leið og töluvert um að aðstoða þyrfti borgarana vegna hinna ýmsu atvika sem upp komu. Nokkuð var um eril við öldurhús bæjarins vegna ölvunarástands gesta staðanna m.a. vegna stympinga. Engar kærur liggja hins vegar fyrir vegna þeirra.
Þann 5. maí sl. var lögreglu tilkynnt um að þrjár bifreiðar sem stóðu á Boðaslóð hafi verið rispaðar, líklega með oddhvössu áhaldi. Ekki er vitað hver þarna var að verki en talið er að skemmdirnar hafi verið framdar á tímabilinu 15:00 til 18:00 þann 5. maí sl. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver eða hverjir þarna voru að verki eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 
Þann 8. maí sl. var tilkynnt um eld í heimahúsi en þarna hafði fimm ára barn verið að leika sér með eldfæri og óvart kveikt í. Greiðlega tókst að slökkva eldinn og hlaust lítið tjón af eldinum sjálfum en eitthvað tjón varð vegna reyks. Engin slys urðu á fólki.
 
Í vikunni var lögreglu tilkynnt um að sólpallur við hús hér í bæ hafi verið tekinn ófrjálsri hendi. Pallaefnið var komið yfir í garð nágrannans sem þegar var byrjaður að útbúa sér sólpalli á eigin lóð. Pallaefnið var flutt aftur yfir á réttan stað, en ekki liggur fyrir kæra í málinu að svo stöddu. Engar skýringar fyldu frá nágrannanum hvers vegna hann ákvað að taka pall nágrannans og flytja hann yfir í eigin garð.
 
Tveir voru staðnir að hraðakstri í vikunni, báðir á Hamarsvegi. Mældist annar þeirra á 81 km/klst en hinn á 71/klst. Hámarkshraði á Hamarsvegi er 50 km/klst. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að aka án þess að hafa öryggisbeltið spennt í akstri.
 
Eins og eigendur ökutækja eiga að vita þá er notkun nagladekkja ekki heimil á tímabilinu 15. apríl til 1. nóvember, nema þess sé þörf vegna sérstakra akstursskilyrða. Lögreglan vill því beina þeim tilmælum til eigenda ökutækja að skipta yfir á óneglda hjólbarða og komast þannig hjá sektum. Sekt vegna aksturs á nelgdum hjólbörðum er kr. 5000,- fyrir hvern negldan hjólbarða. Lögreglan mun á næstu dögum fara að beita sektum vegna aksturs á negldum hjólbörðum, þar sem akstursskilyrði er með þeim hætti hér í Eyjum að engin þörf er á negldum hjólbörðum.
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.