Kristófer Íslandsmeistari í skólaskák

9.Maí'10 | 22:07
Kristófer Gautason Grunnskóla Vestmannaeyja varð efstur í yngri flokki Landsmótsins í Skólaskák sem lauk nú skömmu eftir hádegið. Kristófer hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum og hlaut því titilinn Landsmótsmeistari yngri flokks. Hann fær í verðlaun m.a. flugferð innanlands.
Þetta er í fyrsta skipti sem Vestmannaeyjingur vinnur Íslandsmeistaratitil á Landsmótinu í skólaskák. Nokkrum sinnum áður höfum við náð öðru sæti og því þriðja, bæði Nökkvi Sverrisson og Björn Ívar Karlsson hér á árum áður. Landsmótið er byggt upp þannig að keppendur ávinna sér rétt til keppni á því með því að sigra fyrst á skólamóti síns skóla og síðan eru haldin kjördæmamót í hverju hinna gömlu kjördæma og efstu menn á þeim mótum hittast síðan á Landsmót.
 
Keppendur í yngri flokki voru 12 og tefldu allir við alla. Kristófer tapaði ekki skák, en gerði tvö jafntefli. Fyrir síðustu umferðina var hann í 2-3 sæti og tefldi svo við efsta manninn. Þá skák varð hann að vinna til að hampa titlinum sem hann og gerði.
 
Úrslit.
1. Kristófer Gautason Vestmannaeyjum 10 vinn.
2. Oliver Jóhannsson, Rimaskóla 9,5 vinn.
3. Jón Kristinn Þorgeirsson, Akureyri 9,5 vinn.
4. Dagur Ragnarsson, Rimaskóla 9 vinn.
 
 
 
Eyjar.net óskar Kristóferi til hamingju með árangurinn.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.