Knattspyrnufélagið Reyktur Lundi

Spjall við Hannes Kristinn liðsmann Reyktur Lundi

8.Maí'10 | 19:21
Reyktur Lundi er nýtt knattspyrnulið í Vestmannaeyjum. Þetta eru strákar sem hafa verið að sparka í tuðru á sumrin síðstu ár en núna hafa þeir verið að æfa 1 sinni í viku innanhús í vetur en eru núna komnir á sparkvellina utanhús. Reyktur Lundi er fjölmennt fótboltalið, þó allir séu ekki spilandi og hver sem getur komið og fengið að vera með. Strákanir hafa ekki fengið tíma til að æfa á grasvelli og skora á yfirvöld að bæta úr þessu, þar sem eru jú 4-5 knattspyrnuvellir í Eyjum. Við spjölluðum við Hannes Kristinn Sigurðsson sem er einn af liðsmönnum Reyktur Lundi og spurðum hann út í gang mála hjá liðinu. Eins er hægt að sjá myndir af æfingu hjá liðinu sem Bjarni Þór tók.
 
Hvernig byrjaði þetta hjá ykkur?
Þetta byrjaði allt á facebook, menn fóru að spjalla og uppúr því spratt þetta fótboltafélag, þetta er í raun sami kjarni og hefur verið að leika sér í fótbolta yfir sumartímann í þó nokkur ár og okkur langaði að fara að leika okkur í kuldanum líka.
 
Hvað hefur félagið verið starfrækt lengi?
Reyktur Lundi FC er líklega það heitasta sem til er í eyjum um þessar mundir, RLFC var stofnaður 29. okt. 2009 og var í vetur með æfingar 1x í viku á fimmtudögum í Týsheimilinu, erum farnir að æfa úti núna en erum að bíða eftir tíma á grasvelli en það er hægara sagt en gert.
 
Hvað eru margir liðsfélagar?
Það eru um 45 félagar en ekki allir spilandi, við erum með þó nokkuð af þessu fólki á skrifstofunni einnig höfum við lækna og sjúkraþjálfara ætli leikmenn telji ekki um 18-20 manns.
 
Hver er stefnan hjá ykkur / markið?
Er stefnan ekki alltaf á toppinn? annars erum við búnir að óska eftir leik í sumar við Innsigling FC, sp. hvort þeir mæti til leiks, erfilega hefur gengið að fá þá til að spila, mest sökum blautleika liðsmanna skilst okkur, en það verður bara að koma í ljós í sumar, en við erum svo sem á frumstigi hvað varðar að stunda þetta að kappi, það hefur verið rætt en liðið er enn að vaxa og vex hratt.
 
Eruð þið ánægðir með æfingar aðstöðuna sem þið hafið?
Því miður höfum við ekki fengið neina aðstöðu, við erum bara á þessum grunnskólasparkvöllum notumst þó aðallega við Barnaskólann, er ekki bara kjörið að skora á Vestmannaeyjabæ að útvega okkur pláss og tíma á einhverjum af þessum fótboltavöllum í eigum Vestmannaeyjabæjar.
Næsta vetur ætlum við okkur stærri hluti og að fá að nýta okkur knattspyrnuhúsið sem Vestmanneyjabær er að byggja fyrir okkur eyjamenn.
 
Hafið þið þjálfara?
Sökum fjárskorts höfum við ekki efni á að ráða til okkar þjálfara, sjálfboðaliði óskast í þá stöðu umsóknir á reyktur@lundi.fc
 
 
Hver er mesta efnið í hópnum ykkar?
Þetta er úrvals hópur manna sem vart er hægt að gera upp á milli, saman erum við ósigraðir
 
Hvernig kemst maður í liðið?
Það hefur svo sem ekki verið nein föst regla á það og ekki ætlum við að fara að brjóta þá reglu, en þegar leikmenn eru búnir að þurfa sækja sér læknishjálp oft eftir æfingar þá hætta þeira bara að mæta.

 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.