Olíupeningum skilað til bæjarbúa

7.Maí'10 | 12:27

Elliði Vignisson

Bæjarstjóri Vestmannaeyja fagnar dómi Hæstaréttar þar sem olíufélögunum er gert að greiða bænum bætur vegna verðsamráðs. Hann segir að peningunum verði skilað til bæjarbúa í formi samfélagslegra verkefna.
Hæstiréttur þyngdi í gær dóm yfir olíufélögunum þremur; Keri, Skeljungi og Olíuverslun Íslands. Var þeim gert að greiða Vestmannaeyjabæ rúmlega 14 milljónir króna vegna tjóns í kjölfar ólögmæts verðsamráðs í útboði fyrir 13 árum.
 
Lykilatriði í dómnum er bréf framkvæmdastjóa markaðssviðs stórviðskipta hjá Skeljungi sem Hæstiréttur telur benda til þess að félögin þrjú hafi haft með sér samráð og samið um skiptingu framlegðar.
 
Bærinn krafðist 16,6 milljóna króna en voru dæmdar 14,4 milljónir króna auk vaxta. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, fagnar niðurstöðu Hæstaréttar en er ósáttur við að hluti kröfunnar sé talinn fyrndur. Bærinn hafi ekki haft forsendur til að gera eitthvað í málinu fyrr en árið 2005, þegar niðurstaða Samkeppniseftirlitsins um verðsamráð olíufélaganna lá fyrir.
 
Elliði segir að peningunum verði skilað aftur til íbúa í gegnum samfélagsleg verkefni; uppgræðslu lands, framkvæmdir við leiksvæði og bætur á frístundahúsi.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.