Frystitogari til Vestmannaeyja

Gandí VE 171 kom til Vestmannaeyja í gærkvöldi

7.Maí'10 | 00:03
Nýr frystitogari Vinnslustöðvarinnar, Gandí VE 171, kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Þetta er fyrsti frystitogari útgerðarinnar í mörg ár og er áætluð frystigeta rúmlega 100 tonn á sólarhring.
 
Togarinn var keyptur af þrotabúi útgerðar í Hafnarfirði þar sem hann hafði legið við bryggju í tvö ár. Stefnt er að því að fara í fyrstu veiðiferðina frá Eyjum um næstu helgi.
Kristján Einar Gíslason skipstjóri segir að skipið hafi reynst vel á heimsiglingunni. Áður hefur hann verið skipstjóri hjá útgerðunum HB Granda og Brimi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er á sjó frá Vestmannaeyjum,“ segir Kristján Einar og bætir við að hann hafi mikinn áhuga á uppsjávarveiðum, en togarinn verður aðallega notaður við veiðar á kolmunna, makríl og síld.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.