Upprisinn og kominn á sjó.

Tobbi Villa bloggar af Huginn

6.Maí'10 | 22:48

Tobbi

Þá er maður kominn á hafið og nú um borð í Huginn VE 55. Við fórum út frá Eyjum rétt eftir miðnótt á þriðjudagskvöldið og var stefnan tekin áleiðis á miðin suður af Færeyjum. Við vorum komnir hingað snemma í morgun og var kastað um níu. Það er ekki mikið af skipum hér en þó nokkur samt og eru flest þeirra Rússnesk, gífurlega fallegur floti. Þegar þetta er skrifað erum við komnir með tvö ljós og reikna má með að Captein Gylfi hífi trollið seinnipartinn til að koma vinnslunni í gang.
Strákarnir á Huginn VE hafa verið að tala um það við mig hversu ánægðir og fegnir þeir eru að ég skuli loks kominn aftur til þeirra í afleisingar. En ég tek þesu hrósi öllu með ró og læt það ekki stíga mér til höfuðs. Gunni greyið Ella Pé fór hins vegar í frí og er ekki um borð en hann nánast hárreitti sig þegar hann frétti að Tobbi vinur hans Villa væri að koma um borð og hann heima að passa fyrir Drífu.
Grétar Ómars og Gummi Rikka draga leiðarana út af tromlunni í morgun eftir að trollið var komið í hafið.
Dauðileggurinn hífður upp á gálga.
Ómar Steinsson, yfirstýrimaður, fylgist spenntur með mælunum.
 
Ég er sem sagt ekki dauður og ekki búinn að leggja árar í bát á blogginu. Síðustu vikur hafa bara verið annasamar og lítill tími gefist í bloggið. Lifið heil og áfram ÍBV.

 
 
 
 
 
 
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is