Tvær eyjastúlkur valdar í u-20 í handbolta

6.Maí'10 | 17:34
Búið er að velja í U-20 ára landslið kvenna í handbolta sem tekur þátt í undankeppni Em. Tvær eyjastúlkur voru fyrir valinu og eru þær Dröfn Haraldsdóttir sem leikur nú með HK og einnig Heiða Ingólfsdóttir sem leikur með Haukum. Svo skemmtilega vill til að þær eru báðar hörkugóðir Markmenn.
Óskum við þeim báðum góðs gengis. Fréttina frá hsi.is má lesa hér nánar í fréttinni.
 
 
Valið hefur verið u-20 ára landsliðs kvenna sem tekur þátt í undankeppni fyrir EM sem fram fer helgina 21.-23. maí í Rúmeníu en liðið er þar í riðli ásamt Rúmeníu, Frakklandi og Króatíu.
 
Fyrsta æfing liðsins er á morgun, fimmtudaginn, kl.18.00-19.30 í Kaplakrika.
 
Liðið fer út fimmtudaginn 20. maí og kemur heim mánudaginn 24. maí.
 
 
Leikirnir verða sem hér segir:
Föstudagur 21.maí
Rúmenía – Ísland kl.16.00
Frakkland – Króatía kl.18.00
 
Laugardagur 22.maí
Ísland – Frakkland kl.16.00
Króatía – Rúmenía kl.18.00
Sunnudagur 23.maí
Króatía – Ísland kl.10.00
Frakkland – Rúmenía kl.12.00
Allar tímasetningar eru á staðartíma
 
Landsliðsþjálfarar eru Stefán Arnarson og Guðríður Guðjónsdóttir.
Hópurinn er eftirfarandi:
Aðalheiður Hreinsdóttir, Stjarnan
Anna María Guðmundsdóttir, Fram
Arna Erlingssdóttir, KA
Dröfn Haraldsdóttir, HK
Sólveig Ásmundsdóttir, Stjarnan
Erla Eiríksdóttir, Haukar
Emma Havin Sardarsdóttir, KA
Esther V. Ragnarsdóttir, Stjarnan
Heiða Ingólfsdóttir, Haukar
Ingibjörg Pálmadóttir, FH
Sigríður Hauksdóttir, Fylkir
Steinunn Björnsdóttir, Fram
Tinna Soffía Traustadóttir, Fylkir
Unnur Ómarsdóttir, KA
Þorgerður Atladóttir, Stjarnan
Þórhildur Gunnarsdóttir, Stjarnan
 
Heimild: www.hsi.is
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.