Sóttir í Landeyjahöfn vegna fundar

5.Maí'10 | 21:46
Starfsmenn Siglingastofnunar voru sóttir í Landeyjahöfn í dag, á hafnsögubátnum Lóðsinn frá Vestmannaeyjum. Þeir eru meðal frummælenda á kynningarfundi í Eyjum um nýju höfnina sem ráðgert er að taka í notkun 21. júlí næstkomandi.
Á fundinum fara fulltrúar Siglingastofnunar yfir stöðu framkvæmda við Landeyjahöfn, en þær hafa tafist vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Stefnt er að því að hefja siglingar um miðjan júlí og hefur 21. júlí verið nefndur. Á vefsíðunni herjólfur.is er nú hægt að panta í ferðir frá þeim degi til ágústloka.
 
Á fundinum ræða fulltrúar Eimskipa um gjaldskrá, ferðatíðni og þjónustu um borð. Meðal þess sem er enn til skoðunar er að koma fyrir kojum og hvíldaraðstöðu á því þilfari skipsins þar sem nú er veitingasala. Til sparnaðar hefur verið ákveðið að nota ekki þilfarið þar fyrir neðan þar sem nú eru kojur. Fullt fargjald fyrir fullorðinn verður 1.000 krónur. Hugmyndir um allt að 60% stórnotendaafslátt eru enn til umræðu.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.