Rás 2 Leitar af Sjóara lagi 2010

Island Studios hvetur fólk að koma í upptökur

5.Maí'10 | 13:15
Við hjá Island Studios ætlum að rífa öll verð niður og skorum á Sjóara í Vestmannaeyjum að
skella sér í Sjó stakkinn sinn og koma við hjá okkur á Faxastíg 6 og taka upp SJÓARA LAG 2010 !!!
Ef vestmanneyingur mun vinna Sjóaralag 2010 ætlum við hjá Hljóðkerfaleigu Span spila lagið yfir alla Sjómannadagshátíð og einnig fá flytjanda til að taka lagið á skemmtun uppí höllini, og Bryggjunni og jafnvel stakkó.
 
Enn og aftur ýtum við Sjómannalagakeppni Rásar 2 og Hátíðar hafsins úr vör. Við óskum eftir frumsömdum sjómannalögum við frumsamda texta og skilafrestur er til 25. maí n.k. en úrslit verða kunngjörð í Popplandi föstudaginn 4.júní.
 
Í fyrstu viku júnímánaðar spilum við lögin sem komast í úrslit, frá morgni til kvölds á Rás 2, og landsmenn geta líka hlustað á lögin hér á vef Popplands, þar sem hægt verður að kjósa sitt uppáhaldslag frá 28.maí til 4.júní.
 
Sigurlagið verður svo flutt á Hátíð hafsins á Grandagarði, sjómannadagshelgina 5.-6. júní, og mun væntanlega hljóma ótt og títt í útvarpi allra landsmanna í allt sumar.
Sjómannalag ársins 2009 var Sófasjómaðurinn með Skapta Ólafs og Sniglabandinu, Faðmurinn í flutningi Ragnars Bjarnasonar bar sigur úr bítum árið 2008, en árið áður voru það Ljótu hálfvitarnir sem sigruðu með lagið sitt Sonur hafsins.
 
Rás 2 greindi frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.