Fundi með Árna Páli Árnasyni hefur verið frestað um óákveðinn tíma

5.Maí'10 | 15:35
Fundi með Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráðherra, sem fram átti að fara í sal Kiwanis í kvöld klukkan 20.30, hefur verið frestað um óákveðinn tíma þar sem ekki er útlit með að flugfært verði til Eyja í dag. Á fundinum var ætlunin að fara m.a. yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að létta greiðslubyrði og fyrirhugaðar leiðréttingar á höfuðstóli erlendra bílalána.
 
 
 
 
Ráðherra er í fundarferð um landið og var fyrsti fundurinn í gær í Reykjanesbæ og átti annar fundurinn að vera í Eyjum í kvöld. Ráðherra ætlar hins vegar að koma til Eyja síðar og verður nýr fundartími auglýstur síðar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.