Framkvæmd við fjölnota íþróttahús miðar vel

Hugmyndin er að knattspyrnan geti hafið æfingar inni eftir fríið í haust

4.Maí'10 | 20:17
Fljótlega mun hér rísa stórglæsilegt fjölnota íþróttahús við Týssheimilið. Mikill gangur hefur verið á framkvæmdinni og settum við okkur í samband við Magnús Sigurðsson hjá Steina og Olla og spurðum hvernig framkvæmdin gengi fyrir sig.

 
 

 
,,Framkvæmdin gengur mjög vel. Búið er að reisa sökkla og spyrnur hússins og nú er verið að reisa veggina. Einnig er verið að fylla inn í sökkla og kringum húsið. Stálgrindin er komin til Vestmannaeyja og fyrirhugað er að byrja reisa stálgrindina um mánaðarmótin júní-júlí. Hugmyndin er að knattspyrnan geti hafið æfingar inni eftir fríið í haust."
 
Í Vestmannaeyjabæ er mikið um framkvæmdir þessa dagana líkt og þessar. Framkvæmd sem þessi skapar aukna atvinnumöguleika fyrir iðnaðarmenn og verktaka. Hvað margir sinna störfum við knattspyrnuhúsið? 
 
,,Fjöldi starfsmanna í kringum bygginguna í dag eru 14-17 starfsmenn þegar allt er talið. Þessum fjölda á bara eftir að fjölga þegar byrjað verður að vinna í fleiri verkþáttum."
 
Fjölnota íþróttahús er ekki einungis ætlað til knattspyrnuiðkunar heldur mun það nýtast Vestmannaeyingum mjög vel. Þarna mun fjölbreyttur hópur fólks sem iðkar íþróttir getað notið góðs af góðri aðstöðu innanhús.
 
 
,,Fjölnota Íþróttahúsið á eftir að nýtast Vestmannaeyjingum mjög vel, ekki bara knattspyrnunni. Tilkoma þessa húss þýðir það að það munu losa tímar í Íþróttahúsum bæjarins þannig að allar íþróttagreinar eiga eftir njóta góðs af því. Frjálsar Íþróttir munu fá flotta aðstöðu í þessu húsi, knattspyrnumenn fá loksins sambærilega aðstöðu eins og aðrir knattspyrnumenn landsins njóta í dag, golfarar ættu að geta notað þessa aðstöðu og einnig fá eldri borgara flotta aðstöðu til að hreyfa sig þegar veður eru slæm úti. Þarna geta eldri borgarar komið og farið í göngur í góðu skjóli. Þannig að það er ekki spurning að þetta hús á eftir að nýtast Vestmannaeyjingum vel."
 
 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.