LISTASAFN VESTMANNAEYJA

Þorkell Sigurjónsson bloggar

3.Maí'10 | 21:58

Keli

Sagt hefur það verið að börn séu skáld og listamenn. Þau vilja yrkja ljóð og búa til mynd eða láta teikna fyrir sig og menn hafa undrast á gæðum mynda sem börn mála og teikna. Menn tala um listmenningu og satt er það að ágæta myndlistamenn og fjöldann allan af góðum listaverkum eigum við á Íslandi.
En sú staðreynd sannar okkur ekkert um listmenningu okkar. Listmenning er tvíþætt, hún byggist ekki aðeins á að veita, heldur ekki síður á að þiggja. Það er til lítils að eiga gjöfula og góða listamenn, ef ekki er fyrir hendi aðstaða til þess, að njóta þeirra gjafa.
 
Við hérna í Vestmannaeyjum höfum í gegn um tíðina átt marga frábæra listamenn og eigum enn.
En aðstaða til sýninga hefur verið að skornum skammti, því miður. Bæjarfélagið var með sæmilega aðstöðu fyrir myndlistasýningar í "gamla áhaldahúsinu", en nú er það ekki til staðar lengur.
Því segi ég hiklaust, að mikið vantar okkar uppá, að viðunandi húsnæði til sýninga listaverka og fyrir listamenn sem hug hafa á,
að koma til Eyja með verk sín til sýningar. Fyrir ári síðan gaf ég Vestmannaeyjabæ sýningarkassa til þess,
að bæjarbúar mættu berja myndlistaverk í eigu bæjarins augum, en því miður er sá kassi lítill og aðeins viðleitni til góðra hluta. Því vænti ég, að Vestmannaeyjabær sýni þann stórhug á næstu árum,að reisa hér
myndarlegt húsnæði sem þjónað geti, sem listasafn Vestmannaeyja.
Það skal og á benda, að það er ekki nóg að sjá góða mynd einu sinni, frekar en það er nóg að heyra gott kvæði lesið einu sinni upp á samkomu, eða í útvarpi.Menn verða að fá tækifæri til þess að tileinka sér hana að einhverju leyti,
samlagast henni á svipaðan hátt og þegar menn læra gott kvæði.
Fyrr, en við hérna í Vestmannaeyjum höfum fengið tækifæri á slíkri tileinkun á því besta sem boðir er uppá í myndlist,er ekki hægt að segja það, að Vestmanneyjabær sé að rækja skyldu sína fyrir blómlegu lista lífi í Eyjum, hvorki fyrir veitendur né þiggendur.
 
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).