Enn óvissa um sjúkraflug frá Eyjum

Félagið uppfyllir ekki kröfur um fjármál

3.Maí'10 | 13:40
Óvissa er um sjúkraflug frá Eyjum eftir að rekstrarleyfi Flugfélags Vestmannaeyja var afturkallað. Félagið uppfyllir ekki kröfur reglugerðar um fjármál flugfélaga.
Það hefur ekki mátt fljúga vélum Flugfélags Vestmannaeyja frá því á föstudag. Aðfaranótt laugardags þurfti að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja veikan mann frá Eyjum.
 
Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn var Flugfélagi Vestmannaeyja tilkynnt bréflega á þriðjudaginn fyrir tæpri viku að flugrekstrarleyfi þess væri afturkallað. Flugrekstrardeild Flugmálastjórnar óskaði í framhaldi eftir viðbótargögnum frá félaginu, síðast síðdegis á föstudag.
 
Valgeir Arnórsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Vestmannaeyja, segir að ekki hafi verið hægt að nálgast umbeðin gögn um helgina, unnið sé að málinu nú. Mikilvægt sé að koma sjúkrafluginu af stað aftur.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.