Nýr og öflugur frétta- og upplýsingavefur á Suðurlandi - www.sudur.net

2.Maí'10 | 20:39
Nýr og öflugur frétta- og upplýsingavefur fyrir íbúa Suðurlands hefur hafið göngu sína á slóðinni www.sudur.net. Vefurinn inniheldur fréttir, blogg frá Sunnlendingum, uppskriftir og viðtöl. Öflugt markaðstorg er einnig á vefnum og þar geta notendur auglýst vörur ókeypis.
Ritstjóri www.sudur.net er Jóhann K. Jóhannsson. Jóhann hefur mikla reynslu af fjölmiðlastörfum og vann meðal annars á fréttastofu NFS sem rekin var af 365 miðlum. Þar vann hann að fréttaöflun fyrir NFS, vísi.is og fréttastofu Bylgjunnar. Einnig hefur Jóhann unnið við grafíska hönnun og ljósmyndun.
 
„Þetta er mjög skemmtilegt verkefni. Víða um landið eru öflugir landshlutavefir og það er þörf á einum slíkum á Suðurlandi. Sudur.net er spennandi kostur og þar leiða saman hesta sína öflugir einstaklingar sem ætla sér að halda úti áhugverðum frétta- og upplýsingavef,“ segir Jóhann.
 
Vefurinn er samstarfsverkefni 24seven ehf. og Sigva Margmiðlunar, sem áður rak vefinn www.sudurlandid.is. Vefirnir tveir verða sameinaðir undir merkjum www.sudur.net. Eigandi Sigva Margmiðlunar er Sighvatur Jónsson, fréttamaður og margmiðlunar-hönnuður.
 
Fréttir, greinar og ábendingar má senda á netfangið sudur@sudur.net.
Áhugasamir auglýsendur geta sent póst á netfangið auglysingar@sudur.net eða hringt í Bjarna Ólaf Guðmundsson í síma 896 6818.
 
24seven ehf. á og rekur einnig www.eyjar.net. sem er frétta- og upplýsingavefur um Vestmannaeyjar.
 
Vefirnir www.sudur.net og www.eyjar.net eru keyrðir á SmartWebber vefumsjónarkerfi frá Smartmedia.
 
Nánari upplýsingar veitir Jóhann K. Jóhannsson: 860 0092
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.