Engar sjúkraflugvélar í Vestmannaeyjum óviðunandi ástand

1.Maí'10 | 20:24
„Þetta er algjörlega óviðunandi ástand," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, en Landhelgisgæslan þurfti að senda þyrlu á eftir veikum manni í eyjum í nótt. Ástæðan var sú að báðar sjúkraflutningavélarnar sem eru staddar í Vestmannaeyjum eru óstarfhæfar yfir helgina.
„Við leggjum ríka áherslu á að það sé alltaf sjúkraflugvélar. Bæði er atvinnulífið þannig uppbyggt, sjómennska er hættulegt starf, og svo er mikið af fólki hér á eyjunni í stuttan tíma fyrir tilstilli ferðaþjónustunnar," segir Elliði sem telur það óviðunandi að svona lagað gerist.
 
Sjúkraflugvélarnar eru á forræði Flugfélags Vestmannaeyja sem gerði samning við heilbrigðisráðuneytið um sjúkraflutningar.
 
„Ég vona að þetta sé bara millibilsástand," segir Elliði.
 
Maðurinn sem um ræðir var færður undir læknishendur snemma í morgun en Landhelgisgæslan fékk fyrst útkallið um klukkan hálf fjögur í morgun.
 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.