Hugað að nýrri ferju undir lok næsta árs

30.Apríl'10 | 10:39
„Það er ágætis tímasetning,“ sagði Kristján L. Möller samgönguráðherra um þá tillögu Árna Johnsen alþingismanns að undir lok næsta ár yrðu teknar ákvarðanir um nýja Vestmannaeyjaferju.
Við umræður um samgönguáætlun á Alþingi í gær staðfesti ráðherra að framkvæmdir við hringtorg á Reykjanesbraut við Grænás yrðu boðnar út eftir fjórar vikur. Undirgöng fyrir gangandi fólk verði síðan gerð á næsta ári.
Við umræðurnar staðfesti ráðherra að síðasti áfangi Suðurstrandarvegar milli Grindavíkur og Þorlákshafnar yrði boðinn út á haustdögum þannig að framkvæmdir gætu hafist í byrjun næsta árs.
 
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.