Eyjamenn eru höfðingjar heim að sækja

29.Apríl'10 | 14:25
Við heyrum þessa setning hefur oft og ekki af ástæðulausu. Sú staðeynd að þegar gesti r koma til Eyja er það oft ígildi utanlandsferðar. Fara verður yfir sjó og land og í sumum tilfellum er það fyrsta þess háttar ferð fyrir marga unga gesti okkar. Ekki síst á þetta við um þá fjölmörgu ungu íþróttamenn sem til Eyja koma árlega á hin glæsilegu íþróttamót sem hér eru haldin. Það var með þetta í huga sem bæjarstjórn skipaði árið 2006 nefnd sem hafði það hlutverk að finna framtíðar tjaldsvæði Vestmannaeyja stað. Mörg svæði voru skoðuð og að lokum eitt valið.
Niðurstaða nefndarinnar var að koma fyrir tjaldsvæði milli Þórsheimilis og Týsheimilis. Unnin var deiliskipulagsbreyting á svæðinu, hún sett í auglýsingu eins og reglur kveða á um og skipulagið kynnt ítarlega fyrir bæjarbúum vorið 2007. Eftir umfjöllun Umhverfis- og skipulagsráðs var málið lagt fyrir bæjarstjórn sem samþykkti það á fundi sínum með öllum greiddum atkvæðum. Í þau þrjú ár sem tjaldsvæði hefur verið á þessum stað hefur ríkt um það góð sátt og það verið ágætlega nýtt og almenn ánægja með það frá hendi þeirra sem það hafa notað.
 
Það var því sú staða sem lá fyrir þegar ákveðið var að halda áfram að þróa þessa þjónustu til betri vegar. Eðlilega geta verið skiptar skoðanir um staðsetninguna en eins og áður segir var verið að vinna áfram með svæði sem þegar hafi verið ákveðið að setja þessa starfssemi á. Farið var í að skoða svæðið og hanna inn í landslagið, eins og hægt var, tjaldsvæði og akstursleið um það. Þegar þeirri vinnu var lokið var farið í að kynna breytinguna með sama hætti og gert hafði verið árið 2007 og sem fyrr farið í einu og öllu eftir þeim lögum og reglum sem skipulagslög kveða á um. Ein athugasemd kom til ráðsins og var hún undirrituð af fjölmennum hópi fólks sem margir búa í næsta nágrenni við tjaldssvæðið.
 
Á fundi ráðsins var reynt að koma til móts við óskir íbúanna með fernum hætti. Í fyrsta lagi var syðsti hluti tjaldsvæðisins þ.e. sá hluti sem næstur er íbúabyggð færður til norðurs. Í öðru lagi var lagt til að þau tjaldstæði sem næst verða byggð verði aðeins notuð í þeim tilfellum sem önnur svæði eru í notkun. Í þriðja lagi að trjágróður sem gert er ráð fyrir í skipulaginu verð gróðursettur til að ramma inn þau svæði sem tjalda má á. Og loks í fjórða lagi að settar yrðu strangar umgengisreglur fyrir svæðið og gæsla verði efld til muna. Ég hvet alla til að kynna sér þær reglur á vef Vestmannaeyjabæjar. Ráðið ákvað einnig að boða til fundar með íbúum til að kynna umgengisreglurnar fyrir svæðið. Það er mitt mat að þær reglur hafi mest um að að segja að vel takist til í þessari framkvæmd. Sá fundur var haldinn mánudaginn 19. apríl sl. og mættu fulltrúar þeirra sem skrifuðu undir mótmæli við skipulaginu. Prýðis umræður átti sér stað en því miður bar og ber töluvert í milli. Til að skoða málið enn frekar var ákveðið að hittast aftur síðar sama dag á tjaldsvæðinu til að fara í gegnum ákveðna hluti sem ræddir voru. Á þeim fundi settum við fram tillögu um að hætta við annað svæði sem þá var næst íbúabyggð þ.e. færa tjaldsvæðið enn fjær íbúabyggðinni.
 
Skipulagið var lagt fyrir bæjarstjórn þar sem undirritaður gerði ítarlega grein fyrir málinu. Bæjarstjórn afgreiddi máli, fimm bæjarfulltrúar greiddu því atkvæði sitt og tveir sátu hjá. Og þar stendur málið núna. Ef lögð verður fram kæra þá er ljóst að ekki verði farið í þessar framkvæmdir fyrir ferðamannatímabilið í ár. Það er auðvitað réttur íbúanna og okkar allra og hann verður að sjálfsögðu virtur og niðurstaða mögulegrar kæru einnig. Ef sú staða kemur upp setur það eðlilega málið töluvert út af sporinu og erum við nú að skoða aðra möguleika til að bregðast við því. Einn er sá að útbúa, með eins litlu raskri og mögulegt er, tjaldstæði á þeim reit sem skipulagður hefur verið undir stækkun á því fjölnota íþróttahúsi sem verið er að reisa við Hásteinsvöll. Einnig er verið að vinna að því að bæta tjaldsvæðið í Herjólfsdal og mun það svæði klárlega verða mikið notað á komandi sumri og árum.
 
Það er von mín að þessar línur hafi náð að útskýra aðeins þetta mál sem ég hef verið spurður mikið um sl. viku. Bærinn okkar er í stöðugri þróun sem er mikilvægt og þetta er einn liður í þeirri vegferð. Við viljum taka vel á móti gestum okkar enda Eyjamenn taldir höfðingjar heim að sækja. Ferðamönnum mun fjölga með nýjum samgöngubótum og við viljum að sá tími sem þeir dvelja í Eyjum verði þeim eftirminnilegur. Allt þarf þetta að fara saman í sátt og samlyndi við menn og náttúru enda eru það þeir tveir helstu þættir sem gera Vestmannaeyjar af þeirri perlu sem við þekkjum öll þ.e. fólkið sem Eyjarnar byggja og óviðjafnanleg náttúra.
Gunnlaugur Grettisson
Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja.
 
 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).