Spjall við Björgvin Rúnarsson Hallarbónda

28.Apríl'10 | 23:24
Björgvin Rúnarsson hefur rekið Höllina og Volcano Café síðstu ár og hefur lyft og breytt skemmtanalífinu í Eyjum til muna. Nóg hefur verið að framboði viðburða, sem hafa stytt stundir okkar Eyjamanna. Núna er Volcano Café komið í hendur nýrra eiganda en Björgvin hefur þó ekki alveg slitið sig frá staðnum. Ásamt því er nóg framundan hjá Höllinni. Björgvin stóð fyrir sölu Hlöllabátum fyrir utan Höllina á páskadag og talar um eldbakaðar pizzur. Við tókum púlsinn af Björgvini um gang mála.
Hvernig hefur gengið að reka skemmtistaði í Vestmannaeyjum?
Þetta hefur verið upp og ofan eins og gengur og gerist stundum gott og svo stundum þungt, ástandið undafarin 1 ½ ár hefur nú ekki verið að hjálpa til og svo allar þessar hækkanir á okkur frá ríkistjórn íslands sem skila ekki neinu nema meiri kreppu og þyngra ástands hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem endar bara á einn veg
 
Hvernig lýst þér á nýja staðinn Volcano Café
Frábærlega þessi staður er frábær hjá þeim og þessi nýja staðsettning er mun betri en það húsnæði sem gamli var í, þarna er allt nýtt og þarna ertu með sólina allan daginn á útisvæðinu þannig að ef sú gula lætur sjá sig þá er algjör pottur þarna og flott að sitja úti og fá sér eldbakaða og kaldann með, ég vona bara að Eyjamenn og gestir þeirra verði áfram duglegir að heimsækja þau bæði í matinn og á pöbbann svo er kaffið þarna algjör snilld það er líka hægt að fara á kaffihús í Eyjum ekki bara í Reykjavík☺
 
Kemur þú til með að vera en þá með Volcano á eitthvern hátt?
Já við Margrét munum reka Eldbökunarstaðí sama húsnæði og vinna náið með Völu og Gumma,þú getur t.d sest inn til þeirra og fengið þér eldbakaða pizzu í salnum hjá þeim, einnig erum við með sér inngang hjá okkur þar sem þú kemur og sækir en þar fer einnig heimsendingin í gegn .,ég er einnig að bóka skemmtikraftana fyrir Volcano Café í hjáverkum ☺..
 
Afhverju eldbakaðar?
Þetta hefur alltaf verið draumur hjá okkur Margréti að fara í þetta við erum miklir sælkerar og þessar pizzur eru bara skrefi fyrir ofan það sem gengur og gerist finnst okkur, og það er engin með svona hér þannig að þetta lág beinast við og eftir að við ákváðum að selja Volcano Café og þá var ákveðið að kýla á þetta og vera í samstarfi við Völu og Gumma á nýja staðnum með þvi teljum við að bæði fyrirtæki njóti góðs af hvort öðru og einingin verði sterkari fyrir vikið.
 
Mun verða pizzur í Höllinni eftir böll? Eða sjáum við aftur vagn eins og Hlöllabáta?
Já það er stefnt á það með haustinu, við verðum með nætursölu á nýja staðnum í gengum lúgu þannig að þegar þú ert að koma út af Volcano Café þá detturðu fyrir hornið og færð þér eldbakaða áður enn þú ferð heim eftir gleði næturinnar saddur og sæll með lífið.
 
Hvernig voru viðbrögðin við Hlöllabátunum?
Þau voru góð! Þetta var tilraun hjá mér mig langaði að sjá hvort fólk tæki vel í þetta og það gerði það svo sannarlega enda var það ákveðið eftir þetta að leyta af vagni í sumar og opna hann í haust og hafa hann opin einungis meðan stóru viðburðirnir eru uppí Höll.
 
Hvað hefur verið að ské undanfarið hjá þér?
Það er alltaf eitthvað að gerast hjá okkur Dikta var t.d. með frábæra tónleika hjá okkur fyri stuttu Diskóhátíðin er um helgina svo eitthvað sé nefnt síðan erum við að undirbúa risatónleika sem bera nafnið „Rokkeyjann“ til heiður sjómönnum Eyjanna ,en þeir verða á föstudagskvöldinu fyrir sjómannaballið þar koma fram Páll Rósinkranz og Andrea Gylfa,Eyþór Ingi og Snorri Idol ásamt mega bandi.,.
 
Hvernig hefur til tekist?
Bara þokkalega takk ...en alltaf má gera betur
Er dagskráin hjá ykkur stundum ekki of þétt? (Spurning sem maður heyrir af og til í bænum)
Sumum finnst það en öðrum ekki, ég lít á þetta sem val fyrir fólk fyrir 10-15 árum þá voru böll hér föstudag og laugardag allar helgar en núna erum við að keyra á balli kannski einu sinni í mánuði! Síðan fer Höllin í pásu júní-júlí og ágúst ár hvert þannig að þetta er nú ekki svo mikið þetta eru kannski 10 böll á ári..
 
Hvað er framundan hjá Höllinni Vestmannaeyjum?
Taumlaus gleði og frábærar uppákomur líkt og alltaf við reynum að hafa aðeins það besta í boði hverju sinni, það sem er næst er risaball með Ný Dönsk föstudaginn 7 maí sem verður frábært ball og hvetjum við alla til að mæta:..
 
Eitthvað að lokum?
Höldum áfram að byggja upp Eyjuna okkar á jákvæðan hátt og uppbyggilegan leyfum öðrum um að rífa niður... en Höllin er „Þín stund Þinn staður“
 
Takk fyrir okkur
Björgvin og Margrét
 
Við þökkum Björgvini fyrir gott spjall og óskum honum velfarnaðar í komandi verkefnum.
 
 
 
 
 
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is