Aðstöðusamningi Herjólfs sagt upp

28.Apríl'10 | 22:10

þorlákshöfn, Herjólfur

Til stóð að Þorlákshöfn yrði varahöfn Herjólfs til áramóta en nú hefur Vegagerðin sagt upp samningi vegna aðstöðu þar frá fyrsta september næstkomandi. Vegna eldsumbrota í Eyjafjallajökli mun upphaf siglinga í nýja Landeyjahöfn seinka um að minnsta kosti hálfan mánuð.
Þegar Landeyjahöfn verður tekin í notkun lýkur þrjátíu og fjögura ára sögu reglubundinna siglinga Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.
 
Vegagerðin og bæjaryfirvöld í Ölfusi höfðu rætt um að áfram yrði aðstaða fyrir Herjólf í Þorlákshöfn til næstu áramóta, meðan reynsla kæmist á siglingar í Bakkafjöru.
Nú hefur Vegagerðin hins vegar sagt upp lóðasamningi við hafnaryfirvöld í Þorlákshöfn vegna Herjólfs frá fyrsta september. Höfninni er einnig boðið að kaupa húsið þar sem farþegaaðstaðan er.
Nokkurra daga tafir hafa orðið á framkvæmdum í Landeyjahöfn vegna öskufalls. Flóð í Markarfljóti hafa einnig tafið verkið, þar sem þau hafa haft áhrif á flutning grjóts af efnislager við fljótið niður í fjöru.
Þannig er ekki hægt að klára gerð vegar frá þjóðveginum að höfninni fyrr en þungaflutningum af grjótlagernum er lokið.
Vegna óvissunnar er eingöngu tekið við bókunum í tvær ferðir á dag frá fyrsta til fimmtánda júlí, þar sem gert er ráð fyrir því að þá verði áfram siglt til Þorlákshafnar.
Herjólfur skilar um fjórðungi af tekjum hafnarinnar í Þorlákshöfn. Þar á bæ binda menn vonir við nýja stórskipahöfn í framtíðinni og er gert ráð fyrir henni á nýju aðalskipulagi.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.