Dæmdur fyrir að kjálkabrjóta mann á Þjóðhátíð

28.Apríl'10 | 13:22

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að kjálkabrjóta mann á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ágúst 2008. Fórnalamb mannsins brotnaði illa og þurfti að víra kjálkann saman vegna áverkanna.
 
Málið dróst talsvert en í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem dæmdi í málinu í morgun, þá varð dráttur á málinu þar sem árásamaðurinn var hvergi verið skráður í hús og ekki svarað neinum skilaboðum, hvorki frá lögreglu eða númerum með númeraleynd. Maðurinn svaraði að lokum í síma þegar hann sjálfur átti um sárt að binda eftir árás um áramót 2008-2009.
 
 
Þá var hann eftirlýstur í kerfi lögreglunnar.
 
Maðurinn óskaði eftir sýknu á grundvelli þess að málsmeðferð tók óeðlilegan tíma en því var sem sagt hafnað.
 
Árásamaðurinn var því dæmdur í þriggja mánaða fangelsi en haldi hann skilorð í þrjú ár fellur refsing niður.
 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.