Dæmdur fyrir að kjálkabrjóta mann á Þjóðhátíð

28.Apríl'10 | 13:22

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að kjálkabrjóta mann á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ágúst 2008. Fórnalamb mannsins brotnaði illa og þurfti að víra kjálkann saman vegna áverkanna.
 
Málið dróst talsvert en í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem dæmdi í málinu í morgun, þá varð dráttur á málinu þar sem árásamaðurinn var hvergi verið skráður í hús og ekki svarað neinum skilaboðum, hvorki frá lögreglu eða númerum með númeraleynd. Maðurinn svaraði að lokum í síma þegar hann sjálfur átti um sárt að binda eftir árás um áramót 2008-2009.
 
 
Þá var hann eftirlýstur í kerfi lögreglunnar.
 
Maðurinn óskaði eftir sýknu á grundvelli þess að málsmeðferð tók óeðlilegan tíma en því var sem sagt hafnað.
 
Árásamaðurinn var því dæmdur í þriggja mánaða fangelsi en haldi hann skilorð í þrjú ár fellur refsing niður.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.