Níu umferðarlagabrot kærð í vikunni sem leið

Dagbók lögreglu

27.Apríl'10 | 17:29
Frekar rólegt var sl. viku hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þó voru ýmis verkefni sem þurfti að sinna. Hávaða í heimahúsum, aðstoð við ölvað fólk, sjúkraflutningum. Í vikunni voru þó níu umferðarlagabrot kærð, þrír fyrir hraðakstur og allir þar sem þeir óku um Hamarsveg. Það skal tekið fram að hámarkshraði á þessum stað er 50 km/klst. Þrír fyrir að nota ekki öryggisbelti, einn var kærður fyrir að tala í síma án þess að nota ekki handfrjálsann búnað.
Þá var einn aðili kærður fyrir ólöglega lagningu og annar fyrir að vera á bifreiðinni án þessa að greiða af henni tryggingu. Eigendur ökutækja er minntir á að fara með bifreiðir sínar og láta skipta yfir á sumardekk þar sem farið verður að sekta þá sem enn eru á nagladekkjum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.