LÍFEYRISSJÓÐUR, HVAÐ ER ÞAÐ ?

Þorkell Sigurjónsson bloggar

27.Apríl'10 | 10:32

Keli

Þegar stórt er spurt, eins og hvað sé lífeyrissjóður og hvaða hlutverki gegnir hann í okkar samfélagi í dag, verður kannski fátt um svör?
Ég sem þetta blogga hefi hingað til ekki haft miklar áhyggjur og síður en svo, lagst í þunga þanka vegna þeirra. En í dag kemst ég og sjálfsagt allur þorri manna á vinnumarkaðinum ekki hjá, að íhuga þetta fyrirbrigði, lífeyrissjóður.
 
Ég hefi greitt í lífeyrissjóði frá árinu 1972 og þá fyrst í lífeyrissjóð Vestmannaeyja.
 
Síðan eru liðin 38 ár og ég greitt í sjóði með ýmsum nöfnum síðan.
 
Nú loksins, þegar ávaxtanna skal njóta kemur "babb í bátinn"?
 
Jú,
 
nú góði minn verður þú að taka á þig skerðingu þar sem sjóðirnir hafa tapað
 
undanfarin ár undir stjórn þeirra sem á hafa haldið.
 
Sjálfsagt er þetta kerfi, að greiða í lífeyrissjóð ágætt, svo langt sem það nú nær og
 
ég tala nú ekki um fyrir þá sem lifa hvað lengst.
 
En ber okkur að sætta okkur við að þeir sem stjórna sjóðunum í dag hafa tapað
 
af stórum fjárhæðum úr þeim, sem nemur mörgum tugum milljarða.
 
Slíkir menn ættu sem fyrst að vera reknir frá starfsemi lífeyrissjóðanna og því fyrr,
 
því betra.
 
Spurningin er, hvort ekki sé kominn tími á, að endurskoða tilveru og markmið
 
sjóðanna frá grunni?
 
 
 
Ef ég man rétt voru það Sjálfstæðisflokksmenn, sem voru mjög gagnrýnandi á
 
lífeyrissjóði almennt hér áður fyrr, en síðan hefur verið mjög hljótt um málefni
 
þeirra.
 
T.d. á alþingi, þá helst að hann Pétur Blöndal nefni þá á nafn.
 
Einn sjóður er sá sem skorið hefur síg nokkuð úr, og er það
 
"Frjálsi lífeyrissjóðurinn" og
 
í fyrra var hann valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi og næst besti lífeyrissjóður í
 
Evrópu.
 
Í umsögn um sjóðinn segir að honum hafi tekist að vernda hagsmuni sjóðfélaga
 
í erfiðum markaðsaðstæðum með því að minnka áhættu sjóðsins í fjárfestingum,
 
sem fól m.a í sér aukið hlutfall verðtryggðra ríkisskuldabréfa.
 
 
 
Mín skoðun er að við hérna á Íslandi þurfum algera uppstokkun á öllu
 
því sem að lífeyrisjóðunum lýtur og t.d. algjörlega óviðunandi, að mismuna þegnum
 
þessa lands eins og það er í dag, þ.e.a.s.
 
að í dag eru starfsmenn ríkisins lögvarðir frá því, að missa nokkurn aur úr sínum
 
lífeyrissjóði,
 
þrátt fyrir að hafa eins og aðrir sjóðir glatað mikið af fjármunum sínum
 
undanfarin ár.
 
 
 
Sem sagt í dag,
 
að vera orðinn lögmætt gamalmenni, eins og stundum er sagt,
 
er bara andskoti skítt,
 
þó ekki sé fastara að orði kveðið.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).