Vortónleikar Skólalúðrasveitarinnar

26.Apríl'10 | 12:17
Miðvikudaginn 28.apríl verða vortónleikar Skólalúðrasveitarinnar í Vestmannaeyjum haldnir í bæjarleikhúsinu. Tónleikarnir hefjast kl.20:00 og má þar hlýða á yngri og eldri deild sveitarinnar flytja nokkur lög. Lúðrasveitarstarf í Vestmannaeyjum er með líflegasta móti og komast önnur bæjarfélög á Íslandi varla með tærnar þar sem við höfum hælana í þeim efnum.
 
 
Því má að stóru leyti þakka þann stuðning og áhuga sem bæjarbúar hafa sýnt þessu starfi. Um leið og við þökkum þann góða stuðning, hvetjum við sem flesta til að koma í bæjarleikhúsið og njóta tónlistarflutnings framtíðarhljóðfæraleikara Eyjanna. Aðgangseyrir er 500 kr. sem rennur í ferðasjóð sveitarinnar.
 
 
Skólalúðrasveitin.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.