Ætlum að berjast um Evrópusæti og ekkert kjaftæði

Segir Heimir Hallgríms

26.Apríl'10 | 09:10
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í fyrradag. Heimir segir að ÍBV ætli að styrkja sig meira áður en Íslandsmótið hefst en möguleiki er á að Christopher Clements og Ajay Leitch-Smith komi aftur frá Crewe.
 
 
,,Það er ekkert búið. Staðan hjá öllum liðum í heiminum er sú að það er verið að skera niður. Það er erfitt að fá svör, þeir eru ekkert búnir að ákveða framtíðina hjá sínum leikmannahópi og þeir geta ekki gefið okkur svar um það hvað verður um þessa stráka," sagði Heimir í þættinum.
 
,,Ég hef alltaf reiknað með þessum tveimur Bretum og þeir koma ekki munum við bæta það upp með tveimur góðum leikmönnum. Þetta eru leikmenn sem skiptu okkur miklu máli í fyrra og við ætlum að reyna að halda þeim þarna inni eða bæta við öðrum jafngóðum leikmönnum."
 
ÍBV endaði í tíunda sæti í Pepsi-deildinni í fyrra en stefnan er sett mun hærra í ár.
 
,,Ég hef oft líkt þessu við hástökk. Þú stekkur yfir 2,10, hvað er markmiðið þitt á næsta ári, ætlaru að stökkva aftur yfir 2,10? Næsta markmið, ætlum við að vera um miðja deild, hvaða helvítis markmið er það."
 
,,Við höfum sagt að við ætlum að reyna að berjast um þessi Evrópusæti sem eru til í deildinni og ekkert kjaftæði. Ef það heppnast ekki þá verða menn bara svekktir og reyna á næsta ári."
 
,,Það getur varla verið markmið að ná níunda sætinu af því að við enduðum í tíunda í fyrra. Það verður að vera metnaður í þessu og það hefur verið frá upphafi hjá okkur. Við ætlum að vera með nógu gott lið til að berjast um þessi sæti," sagði Heimir.
 
 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is