Kæra Bæjarstjórn Vestmannaeyja!

25.Apríl'10 | 21:31
Árlegur hreinsunardagur verður í Vestmannaeyjum næstkomandi laugardag, 1. maí. Bæjarstjórn hefur lýst yfir vilja sínum til að aðstoða nágranna okkar undir Eyjafjöllum eins og frekast er unnt. Því legg ég
til að hreinsunardagurinn verði haldinn undir Eyjafjöllunum og að Eyjamenn leggi þannig nágrönnum sínum lið í því uppbyggingarstarfi sem framundan er.
 
Þegar hafa félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja ásamt fleirum lagt á sig mikið og óeigingjarnt starf undir Eyjafjöllunum undanfarna daga, en betur má ef duga skal. Bæjarstjórn getur haft forgöngu um að stefna
þeim félagasamtökum sem árlega taka þátt í hreinsunardeginum upp á land, auk þess að semja við Flugfélag Vestmannaeyja, eða Eimskip um ferðir á Bakka eða í Þorlákshöfn, auk rútuferða á staðinn. Þá getur bærinn einnig lagt til verkfæri og áhöld til verksins.
 
Þannig gætum við Eyjamenn sýnt vilja okkar í verki og stutt við nágranna okkar í þeim miklu hörmungum sem þar ganga yfir.
 
Bestu kveðjur,
Sigurður E. Vilhelmsson
formaður Framsóknarfélags Vestmannaeyja
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.