Tríkot og Lúðró 15. Maí

-í þriðja og síðasta sinn

23.Apríl'10 | 15:16
Þann 15. maí næstkomandi munu Tríkot liðar ásamt Lúðrasveit Vestmannaeyja blása til stórtónleika eins og þeir gert hafa undan farin tvö ár í Höllinni í Vestmannaeyjum. Þetta munu vera þriðju og síðustu tónleikarnir í bili. Síðustu tveir tónleikar hafa heppnast vonum framar og var uppselt á þá báða. Tónleikarnir verða með sama sniðu og verið hefur, flutt verða vinsæl popp- og rokklög undanfarinna áratuga til að mynda lög eftir Queen, Wings, Commitments, Robbie Williams, Björgvin Halldórs, Pál Óskar, Johnny Cash, Creedence Clearwater revival, U2 og fleiri góða.
 
Ásamt hljómsvetinni Tríkot verður á sviðinu, eins og undan farin ár, um 50 manna lúðrasveit skipuð meðlimum úr Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit Verkalýðsins og þetta árið gengum við en lengra því að einnig verður einstaklega vel skipuð fimm manna bakraddarsveit. En það er ekki nóg því fjöldi góðra gesta mun einnig slást í hópinn þar á meðal Guðrún Gunnarsdóttir, Þórarinn Ólason, Thelma Hafþórsdóttir ( úr bandinu hans Bubba), Arndís Ósk Atladóttir og fleiri góðir. Það er því óhætt að lofa frábærri skemmtun í Höllinni þann 15. Maí. Forsala aðgöngumiða hefst von bráðar og verður það auglýst nánar þegar þar að kemur. Láttu þig ekki vanta, taktu frá dagsetninguna því þessu viltu ekki missa af.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.