Vestmannaeyjabær auglýsir eftir 1-2 samstarfsaðilum sem munu standa að sumarúrræðum fyrir börn sumarið 2010

21.Apríl'10 | 09:53

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Þeir aðilar sem ætla að reka almenn sumarúrræði fyrir börn sumarið 2010 geta sótt um styrk til Vestmannaeyjabæjar til að auðvelda börnum með sérþarfir aðgang og þátttöku í úrræðinu.
 
Um er að ræða fjárhagsstyrk og viðbót við starfskrafta í samræmi við þarfir barnanna sem sækja um þátttöku.
Skilyrði fyrir styrk er:
· Fjöldi barna á námskeiði ekki færri en 10-12
· Námskeiðstími fari ekki undir sex vikum
· Að möguleiki sé á heilsdagsvistun
· Þess sé gætt að fjöldi starfsmanna sé nægilegur
· Að alls öryggis sé gætt
· Að farið sé eftir ákvæðum æskulýðslaga nr. 70/2007
· Að börn með sérþarfir hafi forgang
Umsóknum ásamt dagskrá og upplýsingum um væntanlegt fyrirkomulag, skipulag og stjórnun skal skila til Jóns Péturssonar framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.