Borgarafundur í Vestmannaeyjum

Hugum að börnunum og nágrönnum okkar

20.Apríl'10 | 21:58
Í dag var borgarfundur haldinn í Vestmannaeyjum en fundurinn var haldin vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og til upplýsa bæjarbúa um þær mögulegar hættur sem gætu orðið í Vestmannaeyjum.
Góð mæting var á fundinn en um 80-100 eyjamenn og konur voru á fundinum.
 
 
 
Karl Gauti formaður Almannaverndarnefndar Vestmannaeyja, Elliði Vignirsson varaformaður töluðu á fundinum ásamt Víði Reynissyni frá Ríkislögreglustjóra, veðurfræðingur veðurstofu, héraðasdýralæknir Suðurlands, fulltrúi Bjargráðasjóðs og Rut fulltrúi heilbrigðis eftirlits Suðurlands. Voru þau með stutta framsögn um málið og svöruðu svo spurningum fundagesta. Flestar fyrirspurnir á fundinum snérust um áhyggjur eyjamanna varðandi neysluvatn eyjamanna.
 
Þetta er m.a sem kom fram: 
 
Samkvæmt veðurspá má vænta öskufalls í Vestmannaeyjum á næstudögum. Fólk er beðið að hafa með sér rykgrímunar og eða blautan klút til að vernda öndunarfæri. Askan er örþunn og er flúorrík sem gæti skaðað búfénað. Fólk er beðið að vera ekki á ferli að óþörfu ef sýnilegt öskufall sé.
 
Vatnsleiðslan er í lagi og er fylgst stöðugt með henni bæði hér og uppá landi. Um 5000 tonna varabirgðir eru til í Eyjum sem myndu þær duga í 2-3 daga og unnið er að vara vatnsbóli.
Fulltrúi Rauðakrossins sagði frá því hvaða áhrif svona atburðir geta haft á sálarlíf einstaklinga sem búa á hamfararsvæðunum. Núna er tími fyrir það fólk að standi saman og hugi að börnunum sínum og nágrönnum okkar. Börnin skilja orðið öskufall ekki í sömu merkingu og við og þurfum við að vera hreinskilinn við þau. Í Vestmannaeyjum er gott áfallateymi sem hægt er að nálgast að vil, svo er sími Rauðakrossins opinn 1717.
Enginn flóðhætta er í Eyjum og sú umræða var blásin af á fundinum. Fólk ekki talið þurfa hafa áhyggjur af þeim málum, þó svo Katla myndi gjósa.
 
Varaafl í hita og rafmagni er háð olíubirgðum hér og er nóg til af henni sem stendur
Katla er mjög vel vöktuð og ekkert sem bendir til gos í henni né í Vestmannaeyjum. Sömu líkur er á gosi hér eins og fyrir 2-5 árum.
Bakkafjara er í lagi eins áður hefur komið fram, eitthverjar tafir hafa orðið á framkvæmdum og reiðir nú á verktakana þar. Björgunarsveit Vestmannaeyja mældi í dag sjólag við Bakkafjöru og er það talið óbreitt.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.