Varavatnsból fyrir Vestmannaeyjar

18.Apríl'10 | 23:21
Unnið er að því að koma upp varavatnsbóli fyrir Vestmannaeyjar í ljósi flóðahættu vegna jarðhræringa í Eyjafjallajökli. Engar skemmdir hafa orðið á vatnslögn til Eyja en tæknifræðingur hrósar happi yfir því að hún var grafin undir Markarfljót fyrir nokkrum árum.
 
 
Hitaveita Suðurnesja áformar að hefja framkvæmdir á næstu dögum við gerð varavatnsbóls fyrir neysluvatn til Vestmannaeyja. Tveggja til þriggja daga birgðir af vatni eru í vatnstönkum í Eyjum. Neysluvatn til Vestmannaeyja fer um leiðslu frá uppsprettulind í Stóru Mörk undir Eyjafjöllum. Sýni eru tekin nokkrum sinnum á dag bæði þar og hér í Eyjum.Hugsanlegt er að sjálf lindin geti mengast vegna breytinga í jarðvegi vegna gossins. Hjá HS veitum telja menn meiri ógn stafa af flóðum sem gætu bæði skemmt tengihús og sjálfa vatnsleiðsluna. Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS veitum, er ánægður með að engar skemmdir hafi orðið á mannvirkjum þeirra í flóðunum. Á næstu dögum hefjast framkvæmdir við varavatnsból fyrir Eyjamenn. Jarðvatni úr Álunum vestan við Markarfljót verður safnað í niðurgrafna brunna, það vatn myndi því ekki mengast við öskufall. Rannsóknir sýna að vatnið er hæft til drykkjar. Neysluvatnið er tæpan sólarhringm eða 17 klukkustundir á leiðinni frá landi til Eyja. Vatnstankar í bænum rúma 5.000 tonn af vatni og það gæti nýst bæjarfélaginu í tvo til þrjá daga.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.