Af hverju gaus í Vestmannaeyjum?

18.Apríl'10 | 22:52

eldgos

Eldvirkni er oftast tengd flekaskilum (úthafshryggjum) eða flekamótum (fellingafjöllum). Ísland liggur á flekaskilum þar sem Ameríku- og Evrópu-Asíuflekinn reka í sundur. Vegna þess að undir landinu er svokallaður möttulstrókur verður eldvirkni hér enn meiri en skýra má með flekaskilunum einum saman.
Nútíma eldvirkni á Íslandi er einkum bundin við tvö gosbelti. Annað liggur frá Reykjanesi til Langjökuls en hitt liggur frá Vestmannaeyjum þvert yfir landið til Melrakkasléttu. Á Suðurlandi færist gosbeltið suður á bóginn vegna samspils möttulsstróksins undir landinu og flekaskilanna. Eldgosið í Surtsey sem hófst árið 1963 markar framrás Suðurlandsgosbeltisins, en í framtíðinni kann vel að gjósa enn sunnar.
 
Samtímis, eða stuttu fyrir Surtseyjargosið, er líklegt að kvika hafi risið inn undir Heimaey, sem er miðja eldstöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Sennilegast er að basaltkvika, lík þeirri er kom upp í Surtsey, hafi stöðvast á um það bil 20 km dýpi og kólnað úr 1150 °C niður í 1050 °C. Við kólnunina byrjuðu þær steindir kvikunnar sem hafa hæsta bræðslumarkið að kristallast. Kristallarnir sem féllu úr kvikunni innihéldu lítið af vatni eða öðrum rokgjörnum efnum og því söfnuðust þau efni saman í afgangsbráðinni. Þegar bráð yfirmettast af þessum rokgjörnu efnum, leysast þau úr kvikunni og mynda gas. Gasið er léttara og rúmmálsfrekara en kvikubráðin og safnast því saman efst í kvikuhólfinu, þar sem þrýstingur eykst. Þegar þrýstingur kvikunnar nær að brjóta grannbergið fyrir ofan hólfið, skýst hún upp og getur valdið gosi. Undir Heimaey virðist það hafa tekið kvikuna nálægt 10 ár að byggja upp nægilegan þrýsting til að koma af stað gosinu sem hófst þann 23. janúar 1973.
 
Draga má þann lærdóm af síðustu Vestmannaeyjagosum, að ef gos verður einhversstaðar í nálægð Heimaeyjar þá er allt eins líklegt að gjósi einnig á Heimaey. Jafnframt má reikna með gosi hvenær sem er í Vestmannaeyjaeldstöðinni. Það sama á reyndar við um Reykjanesskagann og þá gæti Hafnarfjörður legið í því.
 
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).