Myndband frá sjónarspilinu í gær

17.Apríl'10 | 01:34
Frábært útsýni að gosinu frá Eyjum
 
Eftir nokkurra daga skýjahulu rofaði loks til í Vestmannaeyjum síðdegis svo tignarlegur gosmökkurinn á Eyjafjallajökli blasti við. Margir Eyjamenn lögðu leið sína á Eldfell í dag og í kvöld til að njóta útsýnisins.
Björgunarfélag Vestmannaeyja útdeildi gosgrímum síðdegis í dag í húsnæði félagsins við Faxastíg. Haldið verður áfram að dreifa grímum á laugardag og sunnudag frá klukkan 13 til 15. Búist er við að vindur blási að norðan í nótt og má þá búast við öskufalli á Heimaey.
 
Fjárbændur í Vestmannaeyjum hafa áhyggjur af kindum í úteyjunum. Menn vona að öskufall verði ekki mikið því það getur verið erfitt og tímafrekt að sækja féð í eyjarnar. Þá er sauðburður sums staðar hafinn en um 400 kindur eru í úteyjum Vestmannaeyja.
 
Hvað sem áhyggjum komandi nætur líður og erfiðum minningum margra úr Heimaeyjargosinu 1973 sameinuðust Eyjamenn á einni eldstöð í dag til þess að fylgjast með annarri úr fjarska.
 
Horfðu á myndband sem Sighvatur Jónsson, fréttamaður RÚV í Vestmannaeyjum, tók af gosstöðvunum í Eyjafjallajökli úr stúkusæti á Heimaey.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.