Tilkynning frá Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja

Dreifing á rykgrímum til bæjarbúa í dag.

16.Apríl'10 | 14:35
Þar sem spáð er norðlægum áttum í kvöld og um helgina eru líkur á öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Eyjafjallajökli næstu daga.
Af þessu tilefni ákvað Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja á fundi sínum eftir hádegið í dag að hefja dreifingu á rykgrímum til íbúa í bænum. Grímunum er dreift í dag kl. 17-19 í húsnæði Björgunarfélagsins og einnig á morgun og sunnudag kl. 13-15.
Þá er unnt að nálgast grímur á Heilsugæslunni og á lögreglustöð á opnunartíma þessara stofnanna.
Almannavarnarnefndin bendir fólki á að afla sér upplýsinga um áhrif öskufalls á fólk og búfénað á heimasíðu landlæknis og matvælastofnunar. Fólki með öndunarfærasjúkdóma er ráðlagt að halda sig innandyra á meðan ösku gætir í andrúmslofti og í miklu öskufalli er það besta ráðið fyrir alla að vera ekki utandyra að óþörfu til að forðast óþægindi.
                                                                                    
                                                                                           Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja
 
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.