Slysavarnarfélagið Eykindil færði Lögreglunni upptökubúnað að gjöf

16.Apríl'10 | 15:36
Í vikunni kom stjórn slysavarnarfélagsins Eykyndils færandi hendi á lögreglustöðina og færðu lögreglunni í Vestmannaeyjum að gjöf búnað til að hljóðrita skýrslur. Búnaður þessi mun gjörbreyta vinnu lögreglu bæði á vettvangi og á lögreglustöð en hann mun auka réttaröryggi þeirra sem lögreglan þarf að hafa afskipti af.
Búnaðurinn samanstendur af upptökuforriti, hljóðnema, hljóðblandara og þremur stafrænum upptökutækjum. Stafrænu upptökutækin munu nýtast lögreglumönnum á vettvangi t.d. slysa við að taka skýrslur af vitnum og flýta þannig fyrir rannsókn mála. Vill lögreglan í Vestmannaeyjum færa slysavarnarfélaginu Eykyndli hinar bestu þakkir fyrir gjöfina.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.