Gosaskan flúorrík

16.Apríl'10 | 12:15

Mynd: Toi Vido

Efnagreining á gosöskunni úr Eyjafjallajökli sýnir að hún er flúorrík, eða frá 23 til 35 milligrömm á kíló. Það samsvarar því að ef öskulag er einn sentimetri á þykkt nemur flúormengunin 700 til 1000 milligrömmum á fermetra. Það skapar verulega hættu fyrir búpening, segir í niðurstöðum vísindamanna Jarðvísindastofnunar.
Fólk á þeim svæðum þar sem öskufall er ætti alls ekki að ganga úti með vitin óvarin, askan er afar fínkornótt og á greiða leið niður í öndunarfæri og það getur valdið fólki lungnaskaða. Bændur ættu að hýsa búpening sinn af sömu ástæðum og vegna flúors í öskunni.
 
Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar er möguleiki á því að öskufall verði í Vestmannaeyjum í kvöld og á morgun. Spáð er norð-austlægri átt en búist er við því að askan muni dreifast yfir Mýrdalssand, Álftaver, Meðalland, Skaftártungur og jafnvel Skeiðarársand fram á kvöld. Síðar um kvöldið er líklegt að aska fari að falla í Mýrdal og Vestmannaeyjum en að verulega dragi úr öskufalli yfir SA-landi. Spáin lítur þó betur út fyrir helgina og gætum sloppið við öskufall.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.