Fylgst með neysluvatni í Eyjum

14.Apríl'10 | 10:55

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Fylgst er með neysluvatni í Vestmannaeyjum, en það er undan Eyjafjallajökli. Engra breytinga hefur orðið vart, hvorki á sýrustigi né leiðni.
Neysluvatn í Vestmannaeyjum kemur úr vatnsbóli við Stóru Mörk. Ívar Atlason, hjá Hitaveitu Suðurnesja í Eyjum, segir að vatnið sé í lagi og fullt rennsli sé úr lindinni. Undanfarið hafi gæði vatnsins verið könnuð nokkrum sinnum á dag bæði í lindinni og í Vestmannaeyjum. Í ljósi flóðs í Markarfljóti sé fylgst örar með nú. Á ellefta tímanum fékk starfsmaður á vegum HS veitna að fara inn á svæðið til að kanna gæði vatnsins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.