Tennisgolf Sambandið leitar að hæfileikafólki til að gera kynningarmyndband og heimasíðu

Það getur hver sem er verið Tennisgolf hetja, líka þú!!

13.Apríl'10 | 16:38
Tennisgolf Sambandið vantar aðstoð ÞÍNA til að kynna íþróttina hér heima og um geima og til að koma íþróttinni enn frekar á spjöld sögunnar.
Tennisgolf Sambandið hyggst gera kynningarmyndband á ensku til að kynna íþróttina vítt og breytt og koma sumrinu í gang samfara því að opna heimasíðu.
Tennisgolf sambandið vantar þess vegna hjálpsama, ferska og hæfileikaríka einstaklinga til að aðstoða okkur við þetta verkefni.
Markmiðið er að kynna íþróttina vel og koma myndbandinu að sem víðast og telur Sambandið að hér sé því gott tækifæri fyrir hæfileikaríkt fólk til að koma vinnu sinni á framfæri.
 
En þar sem að Tennisgolf sambandið er góðgerðarsamtök í fjárkrepptu landi þá eru fjármálin í landslagsstöðu og er Tennisgolf sambandið þess vegna að óska eftir köppum og keppum sem sækjast ekki eftir ástarhnoðrum Mammóns (peningum) heldur fólki sem reiðubúið væri til að aðstoða okkur án slíkrar framfærslu.
 
Vonir okkar um kynningarmyndband fyrir Tennisgolf eru eftirfarandi:
 3-5 mín myndband (og úr því klippa einnig stutt einnar mínútu örmyndband) sem myndi sýna og kynna Tennisgolf á heillandi hátt, myndbandið yrði tekið upp í Vestmannaeyjum. Myndbandið ætti að vera á ensku og fara stuttlega yfir reglur og spilamennsku Tennisgolf. Samfara þessu er áætlun að opna heimasíðu sem yrði bent á í myndbandinu.
 Við erum innilega að vona það að einhverjir ótrúlega hæfileikaríkir og ferskir
einstaklingar vilji hjálpa okkur með þetta verkefni, hugmyndirnar eru nægar hjá okkur, bara ekki hæfileikarnir.
 Endilega hafið samband við mig, Tryggva Hjaltason á annaðhvort veffangið tryggvi@inbox.com eða í síma 692-1604 ef þið teljið ykkur vera rétt fólk í að hjálpa okkur við að koma Tennisgolf á spjöld sögunnar.
 Varðandi vefsíðu þá er hugmyndin sú að koma upp starfrækri vefsíðu á trausti léni sem auðvelt er að uppfæra með fréttum og kemur til með að líta sæmilega út.
 
Kappakveðja
 Tennisgolf Sambandið

 
Eyjar.net mun fylgjast nánar með Tennisgólfinu í sumar.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.