Yfirlit yfir útlán bankana til félaga að hluta eða 100% í eigu Magnúsar Kristinssonar

Úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingi

12.Apríl'10 | 11:14
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið birt og stendur nú yfir blaðamannafundur í Iðnó þar sem meðlimir nefndarinnar fara yfir innihald skýrslunar. Eyjar.net mun á næstu dögum fara yfir skýrsluna og birta fréttir tengdum einstaklingum og fyrirtækjum tengdum Vestmannaeyjum.
Í bindi 2 er m.a. farið yfir útlán bankana til aðila sem áttu hluti í bönkunum þar má m.a. finna eftirfarandi yfirlit yfir félög Í eigu að hluta eða í 100% í eigu Magnúsar Kristinssonar.

Tekið úr skýrslu Rannóknarnefndar Alþingi, blaðsíða 149-150.

Mynd 81 sýnir útlán stóru bankanna þriggja til Magnúsar Kristinssonar og
félaga sem tengdust honum. Framan af tímabilinu voru lán til hópsins aðallega
til félaganna BK-44 ehf. og Smáeyjar ehf. en frá og með nóvember 2006 var
Gnúpur fjárfestingafélag ehf. á bak við megnið af útlánum til hópsins, sem
hæst námu yfir 1150 milljónum evra í október 2008. Snemma árs 2008 gekk
Gnúpur í gegnum samninga við lánardrottna en eftir þá samninga var Gnúpur
eign Glitnis. Nánar er fjallað um þetta í rammagrein í kafla 7.0.

Mynd 82 sýnir útlán Glitnis til hóps Magnúsar Kristinssonar. Mynstrið er
svipað og á mynd 81 en hjá Glitni voru útlánin framan af til BK-44 ehf. og svo
aðallega til Gnúps. Hæst fóru útlán Glitnis til hópsins í tæpar 550 milljónir
evra seinni hluta árs 2007 og námu útlánin þá rúmlega 22% af eiginfjárgrunni
bankans. Á myndinni sést að um mitt ár tók Stapi fjárfestingarfélag ehf. við hluta af lánum Gnúps en Stapi var dótturfélag Gnúps og keypti meðal annars
hlutabréf í Landic Property og Mosaic út úr Gnúpi.87

Mynd 83 sýnir lán Kaupþings til hópsins en þau voru miklum mun minni
en lán hinna bankanna. Hjá Kaupþingi var aðeins um að ræða framvirka samninga
um ýmis verðbréf.
 
Mynd 84 sýnir útlán Landsbankans til hóps Magnúsar Kristinssonar.
Svipað mynstur sést og hjá Glitni, en hjá Landsbankanum voru útlánin framan
af til Smáeyjar ehf. en svo aðallega til Gnúps. Seinni hluta árs 2007 fóru þó
lán til Smáeyjar aftur að aukast á sama tíma og þau lækkuðu til Gnúps. Meðal
þessara lána voru framvirkir samningar um hlutabréf Landsbankans. Frekari
umfjöllun um Gnúp er í kafla 8.12 og í rammagrein í 7. kafla.
 
 Útskýringamyndir má sjá hér

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.