Þjóðhátíð 2010. -Uppbygging og stækkun

108 dagar í þjóðhátíð 2010

12.Apríl'10 | 22:25
Það eru spennandi tímar framundan hjá ÍBV-íþróttafélagi og reyndar bæjarbúum öllum. Við erum að fá nýja höfn til að sigla í. Þar mun flutningsgetan margfaldast og margir Eyjamenn spyrja sig hvernig við förum að því að taka við auknum fjölda, þá er einkum horft til þjóðhátíðar sem hefur á undanförnum árum vaxið stöðugt og mun væntanlega halda áfram að stækka. Þjóðhátiðarnefnd hefur unnið mjög markvisst að því að stækka hátíðina undanfarin ár og mun gera það áfram. Einn liður í því er að auka alla þjónustu við hátíðargesti. Efla gæslu, fjölga salernum, bæta dagskrá o.s.frv.
Þjóðhátíðarnefnd er reiðubúin í að taka við tölvert fleira fólki en kom í fyrra, og er samstarf nefndarinnar og bæjaryfirvalda liður í þeirri stækkun. Stýrihópur um þjóðhátíð hefur nú starfað um nokkura ára skeið og hefur hann skilað miklu í uppbyggingu þjóðhátíðar. Næsta skref í þeirri uppbyggingu er bygging á nýju þjónustuhúsi í Herjólfsdal. Húsið kemur til með að vera undir brekkusviðinu og hýsa sjoppur, salerni, starfsmannaaðstöðu og geymslupláss.
Einnig er stækkun tjaldstæða á teikniborði stýrihópsins. Undanfarin tvö ár hefur tjaldstæði heimamanna verið stækkað og þar hafa orðið til um 70 ný stæði. Það hefur þó ekki dugað til. Nú stendur til að slétta út flötina fyrir ofan veg og teljum við að þar getum við fengið um 70 ný stæði. Einnig er stefnt að því að fjölga stæðum fyrir aðkomutjöld.
Þjóðhátíðin er gríðarlega mikilvæg okkur Eyjamönnum og mikilvægt að hátíðarhaldið takist sem best. Þjóðhátíðarnefnd leggur sitt af mörkum til að svo megi vera.
 
 
Tryggvi Már Sæmundsson
Framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.