Róleg vika að baki hjá lögreglunni

Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni sem leið vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- eða fíkniefna

12.Apríl'10 | 16:28
Það var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og án teljandi vandræða.
 
Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu í vikunni sem leið en um er að ræða þjófnað á reiðhjóli frá Áshamri 75 þann 2. apríl sl.
 
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni en í báðum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.
 
 
Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni sem leið vegna gruns um akstur undir áhrifum áfana- eða fíkniefna. Þá voru tveir ökumenn staðnir að hraðakstri á Hamarsvegi í vikunni og einn fékk sekt fyrir að tala í farsíma við akstur án þess að nota handfrjálsan búnað.
 
Rétt er að benda eigendum ökutækja á að 15. apríl er síðasti dagur sem heimilt er að aka um á nagladekkjum og eru eigendur ökutækja því hvattir til að huga að því að skipta yfir á sumardekkin. Hins vegar verður ekki farið að beita viðurlögum strax og mun lögreglan gefa út tilkynningu um það þegar nær dregur.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.