Róleg vika að baki hjá lögreglunni

Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni sem leið vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- eða fíkniefna

12.Apríl'10 | 16:28
Það var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og án teljandi vandræða.
 
Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu í vikunni sem leið en um er að ræða þjófnað á reiðhjóli frá Áshamri 75 þann 2. apríl sl.
 
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni en í báðum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.
 
 
Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni sem leið vegna gruns um akstur undir áhrifum áfana- eða fíkniefna. Þá voru tveir ökumenn staðnir að hraðakstri á Hamarsvegi í vikunni og einn fékk sekt fyrir að tala í farsíma við akstur án þess að nota handfrjálsan búnað.
 
Rétt er að benda eigendum ökutækja á að 15. apríl er síðasti dagur sem heimilt er að aka um á nagladekkjum og eru eigendur ökutækja því hvattir til að huga að því að skipta yfir á sumardekkin. Hins vegar verður ekki farið að beita viðurlögum strax og mun lögreglan gefa út tilkynningu um það þegar nær dregur.
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).