Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja

Breyting á deiliskipulagi íþrótta-og útvistasvæðis við Hástein.

10.Apríl'10 | 13:41

knattspyrnuhús

Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja fundaði á miðvikudaginn 7. april 2010 og fjölluðu m.a um Breyting á deiliskipulagi íþrótta-og útvistasvæðis við Hástein.
 
 
 
Breytingartillaga á deiliskipulagi íþrótta-og útvistasvæðis við Hástein. Tillagan felur í sér að svæðið sunnan við Þórheimili og austur að íþróttamiðstöð verði nýtt fyrir tjaldsvæði sbr. uppdráttur umhverfis-og framkvæmdasviðs dags. 3.02.2010. Breytingartillagan var auglýst frá 19 feb. til 2 apríl s.l. og liggur fyrir umhverfis- og skipulagsráði til samþykktar.
Eitt bréf með athugasemdum barst við auglýstri tillögu með 61 undirskrift.

Afgr. ráðs.
Ráðið samþykkir erindið með eftirfarandi breytingum, enda er svæðið skipulagt sem íþrótta- og útivistasvæði. Í samræmi við ábendingar íbúa leggur ráðið til að syðstu hlutar tjaldsvæðisins, þau sem liggja næst íbúum verði færð fjær byggð, til norðurs. Þá leggur ráðið ríka áherslu á að reynt verði að nota þau tjaldstæði sem hugsanlega valda ónæði aðeins í þeim tilfellum sem önnur tjaldstæði eru þegar í notkun. Ráðið vill benda á að vegslóði sem lagður verður um tjaldsvæðið tekur mið af því að valda sem minnstu raski á landslagi skipulagssvæðisins. Ráðið leggur einnig mikla áherslu á að á tjaldsvæðinu verði útbúnar umgengnisreglur og góð gæsla verið á svæðinu. Að lokum er það vilji ráðsins að áhersla verði strax lögð á að trjágróður sem gert er ráð fyrir milli tjaldsvæðis og íbúabyggðar verði plantað og hann nýtist til að aðgreina tjaldstæði frá íbúabyggð.
Ráðið samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulags-og byggingarfulltrúa framgang málsins.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.
Ráðið felur skipulags-og byggingarfulltrúa að undirbúa og boða til fundar með íbúum í nálægð við tjaldsvæði þar sem tjaldsvæðisreglur verða kynntar.
Erindið samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu.
 
Friðbjörn Valtýsson bókar; óska eftir að afgreiðsla á erindi verði frestað þar til að loknum fyrirhuguðum fundi með íbúum í nágrenni við tjaldsvæðið.
Á fundinum verði þess freistað að ná sáttum við íbúa um breytingar á fyrirliggjandi deiliskipulagi.
 
Gunnlaugur, Hörður og Kristín bóka; við teljum með afgreiðslu okkar hér að ofan séum við að koma á móts við óskir íbúa á svæðinu enda alltaf staðið til að vinna að málinu í eins mikilli sátt við íbúa á svæðinu eins og unnt er.
 
Fundargerð hefur ekki hlotið afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.