Silja Elsabet Brynjarsdóttir syngur fyrir hönd Framhaldskólans í Vestmannaeyjum

Syngur lagið Valur og jarðaberjamaukið

9.Apríl'10 | 13:47
Silja Elsabet tekur þátt fyrir hönd Framhaldskólans í Vestmannaeyjum og syngur lagið Valur og jarðaberjamaukið hans sem Grýlurnar tóku á sínum tíma
Númerið hennar í símakosningunni er 900-2031
Allir að kjósa hana!
Bein útsending í opinni dagskrá á stöð 2 hefst klukkan 19:35.
 
 
Söngkeppni Framhaldsskólanna hefur frá upphafi verið gífurlega stór viðburður hjá þjóðinni. Margir okkar þekktustu listamönnum og söngsnillingum stigu sín fyrstu skref í keppninni í gegnum tíðina og mun sú þróun halda áfram án nokkurs vafa komandi ár. Fyrri ár hefur keppnin verið haldin annað hvert ár á Akureyri og annað hvert ár í Reykjavík, en í ár var hefðin brotin og ákveðið að halda keppnina á Akureyri þriðja árið í röð. Með því viljum við halda þeim stalli sem keppnin er á, þeirri bestu á Íslandi. Segir á síðu keppninar á
facebook.
 
Við ætlum að hittast öll saman í Eyverjasalnum og styðja hana Silju okkar í anda... keppnin verður sýnd á skjávarpa og í boði verður snakk, ídýfur og gos 
Seinna um kvöldið er svo partý stemmning og söngvakeppnis þema svo að er um að gera að mæta í réttri stemmningu...
Svo gætum við haft okkar eigin söngvakeppni í Singstar! Vegleg verðlaun í boði, segir i tilkynningu frá Eyverjum.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%