Vestmannaeyjabær er eitt best setta sveitarfélag á landinu

segir í fréttatilkynningu fulltráráðs Sjálfstæðisflokksins

8.Apríl'10 | 07:07

xd

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar var samþykktur einróma á fjölmennum fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í fyrr í kvöld. Mikill áhugi er á framboðslistanum en á fimmta tug sjálfstæðismanna mættu þegar listinn fyrir bæjarstjórnarkosningar var kynntur.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri leiðir listann nú eins og fyrir síðustu kosningar. Þau Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson og Gunnlaugur Grettisson munu áfram skipa sæti 2 til 4. Í sæti 5, 6 og 7 kemur nýtt og öflugt fólk. 5. sætið skipar Helga Björk Ólafsdóttir leik- og grunnkólakennari, 6. sætið skipar Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari og 7. sætið Trausti Hjaltason, stjórnmálafræðingur og framkvæmdarstjóri. 8. sætið er svo skipað hinum þaulreynda Arnari Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra. Sæti 9 til 14 eru öll skipuð fólki sem eru að koma ný að framboðsmálum flokksins. Í 9 sæti situr Hildur Zöega Stefánsdóttir fiskverkakona, í því 10. Þorbjörn Víglundsson stýrimaður, í 11. sæti Drífa Kristjánsdóttir, tryggingaráðgjafi, í 12 sæti Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri og í 13. sæti Gígja Óskarsdóttir framhaldsskólanemi. Leifur Ársælsson, útgerarðarmaður skipar heiðurssæti listans. Aldursbil frambjóðenda dreifist frá tvítugsaldri til áttræðs. Reyndar má segja að sá yngsti í röðum frambjóðenda á lista sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum hljóti að vera með yngri frambjóðendum á landinu, og þótt víðar væri leitað. Það skýrist af því að Hildur Sólveig er barnshafandi.
 
Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum hafa nú leitt starf Vestamannaeyjabæjar í fjögur ár í góðu samstarfi við aðra bæjarfulltrúa. Sá tími hefur verið Vestmannaeyingum gæfuríkur. Í upphafi kjörtímabils logaði samfélagið í pólitískum deilum. Rekstur sveitarfélagsins var erfiður, samgöngur óviðunandi og viðvarandi íbúafækkun. Núna við lok þess er Vestmannaeyjabær eitt best setta sveitarfélag á landinu, samgöngur sterkar og bylting framundan þegar Landeyjahöfn verður tekin í notkun. Íbúum hefur nú fjölgað í þrjú ár í röð. Dyggur vörður hefur verið staðinn um grundvallar atvinnugreinina um leið og sótt hefur verið fram á nýjum sviðum. Atvinnuleysi er hverfandi og fyrirtæki í Vestmannaeyjum standa flest vel. Skuldir Vestmannaeyjabæjar hafa verið greiddar niður fyrir 2200 milljónir og ráðgert er að framkvæma fyrir 1700 milljónir á næstu þremur árum. Allt þetta hefur verið gert án þess að ganga á eignasafn Vestmannaeyjabæjar.

Sjálfstæðismenn ganga því keikir til leiks og leggja verk sín í dóm kjósenda. Á næstu vikum munu frambjóðendur kynna verk sín og áherslur til næstu fjögurra ára. Von þeirra og trú er að sem flestir bæjarbúar taki þátt í þeirri vinnu og leggi sín lóð á þær vogarskálar sem sveiflað hafa gæfu Eyjamanna til betri vegar.

Fyrir hönd fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum
Hörður Óskarsson, formaður
 
 
 
 
 
 
Framboðslisti sjálfstæðismanna til bæjarstjórnarkosninga 2010.
Samþykktur einróma á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna 7. apríl 2010.
 
1. Elliði Vignisson, bæjarstjóri
2. Páley Borgþórsdóttir, lögmaður og formaður bæjarráðs.
3. Páll Marvin Jónsson, líffræðingur og bæjarfulltrúi.
4. Gunnlaugur Grettisson, viðskiptafræðingur og forseti bæjarstjórnar.
5. Helga Björk Ólafsdóttir, leik- og grunnskólakennari
6. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari.
7. Trausti Hjaltason, stjórnmálafræðingur og framkvæmdastjóri.
8. Arnar Sigurmundsson, framkvæmdastjóri.
9. Hildur Zoega Stefánsdóttir, fiskverkakona.
10. Þorbjörn Víglundsson, stýrimaður.
11. Drífa Kristjánsdóttir, tryggingaráðgjafi.
12. Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri.
13. Gígja Óskarsdóttir, framhaldsskólanemi.
14. Leifur Ársælsson, fyrrv. útgerðarmaður.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.