ÍBV að ljúka æfingaferð sinni á Spáni.

ÍBV heldur heim í dag.

8.Apríl'10 | 14:08
Í dag var síðasta æfing strákana á Spáni, því sló Heimir þjálfari upp léttri skotkeppni þar sem allir leikmenn liðsins kepptu um að komast á milli skotstöðva. Rauða Ljónið (Yngvi) tók snemma forustuna og hélt henni alveg þar til á síðustu tveimur stöðvunum, þá skutu Anton og Hjálmar sér framfyrir aðra menn í hópnum. Keppnin endaði svo með því að Rauða ljónið sem farið hefur á kostum að undanförnu stóð uppi sem sigurvegari ásamt Hjálmari sem hefur haft það hlutverk að hugsa um boltana og brúsana sökum aldurs.
Byssubræður (Finnur og Ágúst sjúkraþjálfari) fóru svo í lyftingarsalinn og enduðu ferðina á því að láta hótelkokkinn elda fyrir sig 6 egg á mann, til að fylla á próteinbyrgðirnar. Sjálfur TG eða herra 42 sem stóð uppi sem sigurvegari gærdagsins ásamt útlendingunum, þurfit að lúta í minni pokann fyrir Rauða Ljóninu í dag. Framundan er nú heimför hjá drengjunum í kvöld, þeir nýta nú síðustu mínoturnar til að sóla sig.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.