ÁSTKONA ADOLFS HITLERS Í VESTMANNAEYJUM.

Þorkell Sigurjónsson bloggar;

8.Apríl'10 | 23:27

Keli

Eyjan.is greinir frá því, að ástkona Hitlers, Eva Braun kom hingað til lands með
skemmtiferðaskipi árið 1939 ásamt systrum sínum og móðir í boði,
Adolf Hitlers.
Í greininni kemur fram, að Eva hafi ferðast til Vestmanneyja og tekið þar
kvikmyndir, sem sumar hafa ekki komið fyrir sjónir almennings hér á landi.
Þegar Eva var á ferð sinni í Vestmannaeyjum,
tók hún þar myndir af börnum, hestum og húsum en tíðundum þótti sæta á þeim
tíma að skemmtiferðarskip sem hét Milwaukee, skyldi leggjast að bryggju í Vestmannaeyjum.
 
Kannski hefur þessi heimsókn hennar Evu Braun kveikt þann neista,
hjá Eyjamönnum, sem buðu á þessum árum fram
lista Nasista til bæjarstjórnar hérna í Eyjum.
Ekki fara miklar sögur af kosningasigri þeirra hérna, því þeir fengu rúmlega fjörtíu
Eyjamenn til að kjósa sig.
Meiri athygli vakti þó auglýsing þessara nasjónalista í Eyjum,
því á morgni kosningadagsins,
höfðu þessir ágætu Eyjamenn, sem vildu innleiða hér
stefnu sína og foringja síns hans Hitlers, búnir að setja stórann hakakross
uppi á Há
þar sem þrettándablys Týrarana eru tendruð í byrjun hvers árs.
Kannski er hérna komin hugmynd fyrir kosningaglaða menn og konur í
Vestmannaeyjum,
að framboði til bæjarstjórna eftir tæpa tvo mánuði,
hver veit ?

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.