Kári Kristján Kristjánsson heldur til Þýskalands.

ég var ósáttur hjá liðinu og er og því var ekkert annað í stöðunni en að koma sér í burtu

6.Apríl'10 | 01:02
Kári Kristján Kristjánsson hefur ákveðið að færa sig um set. Kári Kristján yfirgefur Amicita Zürich og færir sig yfir til Þýskalands, nánar tiltekið til Wetzlar. Eyjar.net heyrði í Kára og spurðum hann út í málið.
 
Hvað kom til þess að þú skiptir um lið? Vegna þess að ég var ósáttur hjá liðinu og er og því var ekkert annað í stöðunni en að koma sér í burtu,,,,,,, liðið gengur til sameiningar öðru liði í loks árs og nýtti ég mér það til fullnustu og skrifaði ekki undir samning við nýja félagið og hafði ég allan rétt á því . eins og ég hef sagt áður—þá er þetta engan veginn í takt við það sem ég gerði von um og sem og því sem mér var lofað. 3 lykilaðilar sem fengu mig til félagsins voru allir á bak og burt þegar ég mætti á svæðið og hefur þetta bara verið tómt helvítis bras síðan ég kom hvert sem litið er innan félagsins.
 
Líkaði þér vel í Swiss? Já mér líkar vel í Sviss—fallegt land og við búum í skemmtilegri íbúð í mjög góðum bæ sem er 10 km frá miðbæ Zurich. Þannig að það er ekkert við því að kvarta
 
Hvernig lýst þér á þýskaland og deildina þar? Mér líst virkilega vel á þetta. Þýskaland finnst mér líka heillandi og skemmtilegt land, auk þess að margir íslenskir leikmenn eru í 1,2 og3 deildinni þannig að það skemmir ekki að hafa landann nálægt sér—hefur líka alltaf verið stefnan að spila í Bundesligunni og er ég fullur tilhlökkunar að fara að spila í bestu deild í heiminum.
 
Voru mörg lið sem komu til greina? Það voru þreyfingar hjá mörgum liðum og það dúkkaði margt upp en á endanum voru það Magdeburg og Wetzlar sem sýndu einhvern alvöru áhuga, sem endaði svo með því að Wetzlar reið á vaðið og tók ég því fagnandi
 
Hvað getru sagt okkur um Wetzlar? Ekkert svakalega mikið J fór þarna í 2 daga í síðasta mánuði og sá bæjalífið í mýflugumynd. Veit að þeir spila í flottri höll með góðum áhorfendum og mikil stemmning í kringum handboltann sem er eithvað sem heillar mig mikið. Staðurinn er 60km frá Frankfurt þannig að það er ekki langt að fara í stórborgin, ef maður kærir sig um það J. Eru búnir að fá 5 leikmenn fyrir næsta tímabil og meðalaldur liðsins veðrur í kringum 25ár sem að telst ungt í Bundesligunni
 
Ertu kominn þangað sem þú stefndir? Ég er kominn í þá deild sem ég stefndi en ða sjálfsögðu stefni ég hærra og ætla mér að spila fyrir stórt félagslið í framtíðinni
 
Munum við ekki sjá þig banka áfram á landsliðs dyrnar? það verður allavegana einhver að fara að koma og opna þær
 
Við óskum Kára góðs gengis í Þýskalandi og munum halda áfram að fylgjast með stráknum.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%